Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 28

Menntamál - 01.02.1972, Side 28
Gurli Doltrup: „Auðlærð er ill danska” ♦-----------------:---------------♦ MENNTAMÁL 22 Ekki haíði ég lengi átt heima hér á landi er mér skildist, að ætlaði skólanemandi að telja sig mann með mönnum meðal jafnaldra sinna, jmrfti hann að segja: „hað er hundleiðinlegt að læra dönsku.“ Þetta var fyrirframviðhorf, sem eldri nemendur sáu um að innræta þeinr yngri, löngu áður en hinir síðarnefndu byrjuðu að læra dönsku og fengu tækifæri til að mynda sér sína eigin skoðun á þessari námsgrein. Hver vill læra Jsað, sem hinir eldri lítilsvirða? Neikvæð viðhorf eldri syslkina og foreldra hafa óhugnanlega sterk áhrif á viðhorf barna til námsgreinar, sem þeim er ný og ókunn. Þegar ákveðið var, að kenna ætti dönsku á barnafræðslustiginu, var að mín- um dómi nauðsynlegt, að bæði námsefni og kennsluaðferðir breyttist svo rækilega, að börn, sem byrja að læra dönsku í barnaskóla, gætu fengið að mynda sér sitt eigið viðhorf við þess- ari námsgrein. Vonandi mótast viðhorf þeirra barna, sem nú læra dönsku með breyttri aðferð, af eigin reynslu þeirra af náminu en ekki af viðhorfi hinna eldri, senr ekki hafa lært dönsku á þennan hátt. í þessari grein ætla ég að fjalla um dönsku- kennsluna á tilraunastigi, um námsefnið „Jeg taler dansk“ ásamt viðbótarlesefni, um endur- menntun dönskukennara og um vandamál, sem eru framundan. Þann 3. apríl 1970 sendu skólarannsóknir Menntamálaráðuneytisins bréf til skólastjóra barnaskólanna. Þar var sagt frá, hvenær áætlað væri að færa dönskukennsluna niður á barna- fræðslustigið, og gerð grein fyrir væntanlegu námsefni. Þann 18. júní sendi sama stofnun bréf til skólastjóra barnaskólanna. Þar var sagt frá, að áðurnefnt námsefni mundi verða gefið út sem tilraunanámsefni fyrir þá skóla, sem áhuga hefðu, og að vikunámskeið yrði haldið í ágúst 1970 fyrir tilraunakennara. Á skólastjóramótinu á Laugum síðara hluta júnímánaðar 1970 fór fram kynning á tilraunanámsefninu og umræður um það. Kennaranámskeiðið í ágúst 1970 var aðeins fyrir þá kennara, sem höfðu loíorð skólastjóra sinna íyrir að fá að kenna tilraunaverkefnið vet- urinn 1970—71. Það var þess vegna eingöngu

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.