Menntamál - 01.02.1972, Síða 35
samráð sé liaft við sérfræðinga og kennara í ís-
lenzkn um hin ýmsu verkefni. Samningu álits-
gerðarinnar á að vera lokið fyrir mitt sumar
1972. Verður hún þá væntanlega kynnt fyrir
kennurum og lögð fram til umsagnar.
Eitt mikilvægasta atriði verkefnaskrárinnar er
án efa þar að finna, sem vikið er að tilraun til
„nýrrar skilgreiningar móðurmáls, þar sem meg-
ináherzla sé lögð á málið sent atferli, er stuðli
að auknum vitrænum þroska og persónulegu
manngildi". Þykir hlýða að víkja nánar að þessu
atriði.
Mál er fjölnýtilegt, síbreytilegt og margslung-
ið. Þess vegna er örðugt að gera sér fulla grein
fyrir eigindum þess og hlutverkum, en auðvelt
að freistast til að einfalda það fyrir sér. Slík
tilhneiging til einföldunar er hættuleg námi og
kennslu móðurmálsins. Þessu til glöggvunar verð-
ur reynt að greina á milli þrenns konar við-
horfa við móðurmálinu og til hvers þau hafa
leitt og geta leitt i námi og kennslu.
Munur þessara viðhorfa eða lmgmynda verður
skýrastur, þegar hafður er í huga kjarni eða
meginviðfang Jteirra:
1. Kjarni fyrsta viðhorlsins er, að málið sé
umfram allt form og meginviðfangsefni í kennslu
þess og námi sé að ná valdi á formum ritaðs
máls. Því skyldi fyrst og fremst kenna og nema
lestur, skrift, réttritun, málfræði og önnur forrn-
atriði, sem til greina koma. Höfuðgalli þessa við-
horfs er, að þar er lítil sem engin hliðsjón höfð
af öðrum þáttum og eigindum móðurmálsins.
Afleiðing þeirrar vanrækslu er einna auðsæjust,
þegar höfð er í huga hin gífurlega jjensla, sem
orðið hefur víðast hvar siðustu áratugi í útgáfu
lélegs lesefnis, sem nú á sér öruggan markað;
ílestir læra formlega að lesa, en varla meir — og
sorpritaútgáfan blómstrar.
2. Kjarni annars viðhorfs er, að málið sé
einkum fólgið í bókmenntalegum menningararfi.
Að baki því virðist búa viðurkenning þess, að
þörf hafi verið og sé á efni eða inntaki, sem
í'yllt geti í þá vanrækslueyðu, sem þegar hefur
verið nefnd. Góðar bókmenntir njóta virðingar
sem spegill menningar og tíðaranda; bein kynn-
ing við þær ætti að geta miðlað uppvaxandi kyn-
slóð því bezta úr hugsana- og kenndalífi fyrri
kynslóða og bætt hana og þroskað. Þótt réttmæti
þessarar hugsjónar sé viðurkennt, fer því fjarri,
að bókmenntakennsla skólanna sé því samkvæm
í verki, almennt talað. Þar veldur mestu um það
ríkjandi sjónarmið, að menningarheimur bók-
menntanna sé sá eini, sem máli skiptir, sem leiðir
til þess, að menningarheimur nemendanna
sjálfra, þ. e. umhverfi þeirra, hugsunarháttur, til-
finningalíf og hugðarelni, er léttvægur fundinn.
Lítil sem engin tilraun er gerð til Jjess að tengja
rækilega þessa tvo heima, en án þess samleiks er
bókmenntakennsla og bókmenntalestur lítils eða
einskis virði. Þessi einhæfi skilningur á bók-
menntakennslu fæðir af sér og elur á eftiröpun
og ósjálfstæði og jafnvel andúð nemenda á bók-
menntum jafnframt því, að hinir mikilvægustu
þættir þroskavænlegs ujjjjeldis í tengslum við ]jær
eru vanræktir: munnleg tjáning, umræður, eig-
inn veruleiki og reynsla nemendanna og tengsl
liennar og málsins.
3. Ágallar þeirra viðhorfa við móðurmálinu,
námi þess og kennslu, sem nú hefur verið stutt-
lega lýst, hvetja til að leita nýs viðhorfs (án þess
að hinum íyrrnefndu sé með öllu hafnað): að
rnálið sé umfram allt atferli, að þörf sé á að
reisa nám þess og kennslu á nýjum grundvelli,
þ. e. athugun og könnun á virkni málsins eins
og hún kemur fram í daglegri notkun. Kenn-
urum verður að lærast að viðurkenna reynslu-
heim nemenda sinna, að hann á fullan rétt á
sér og er þess virði, að honum sé deilt með öðr-
um. Nemendum verður að vera frjálst að tjá
þann heim vanmetalaust með eigin hætti, eigin
orðum, og þá ber að örva til slíks. Með aðstoð
málsins rifjar nemandi upjj atvik úr eigin reynslu
og ujjjjgötvar þá ýmislegt, sem hann hafði ekki
áður veitt athygli eða skilið til fulls. Hann notar
málið til að velja úr einstök atriði til nánari
atliugunar og til að koma reglu á hlutina. Þannig
fær hann reynslu sinni nýtt inntak, nýja merk-
ingu. Mat og merking eru þannig hans eigin,
ekki aðfengin eða útldutað af kennara. Málið er
hér virkt, hans eigið atferli, ekki merkingarsnauð
þula; viðurkenning þess viðhorfs, sem felst að
baki þessu dæmi, er forsenda þess, að rnóður-
MENNTAMÁL
29