Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Page 38

Menntamál - 01.02.1972, Page 38
♦—------------ Loftur Guttormsson: Nám í samfélags- fræðum skólum, að hún geti orðið samferða æfingum í málnotkun. Kennslubækur í málfræði ætti að semja með þetta viðhorf í lmga og kennslan sjálf að einkennast af því. Málfræðikunnátta kemur að sjálfsögðu að beinu gagni við réttritun og greinarmerkjasetningu. Hlutverk hennar þar er þó mjög bundið núverandi ástandi í þeim mál- um; breytt réttritun og „opnari“ greinarmerkja- setning myndu þegar draga úr þessu notagildi hennar. Hinn 30. september 1970 skipaði Menntamála- ráðuneytið nefnd „til þess að ijalla um endur- skoðun námsskrár, námsefnis og kennslu í sam- félagsfræðum á barna- og gagnfræðastigi". í skip- unarbréfi nefndarinnar var tekið fram, að um- rædd endurskoðun skyldi taka til átthagafræði, íslandssögu, mannkynssögu, íélagsfræði og starfs- fræðslu, auk hins menningarlega og hagræna þáttar landafræði. í nefndina voru skipaðir þessir rnenn: Andri fsaksson deildarstjóri, Erling S. Tómasson. yfir- kennari, Haukur Helgason skólastjóri, Loftur Guttormsson kennari og Stefán Ól. Jónsson full- trúi. Á s.l. vori varð Erling að hætta störfum í nefndinni sökum einkaástæðna og anna, og var nefndarálitið santið af hinum nefndarmönnunum fjórum. Nefndin lauk störfum í nóvember s.l. og birt- ist álit hennar fjölritað í desember. Hér á eftir verður gerð í stuttu máli grein fyrir nokkrum meginatriðum nefndarálitsins, þar sem ætla má, að það verði um margt stefnumarkandi fyrir endurskoðun námsefnis og kennslu í samfélags- fræðum á næstu árum. Við endurskoðun námsskrár og námsefnis í samlélagsfræðum ber að hafa það sjónarmið að leiðarljósi, að námsefnið sé fyrst og fremst leið til þess að ná ákveðnum markmiðum. í eðli sínu hefur nám í þessum fræðum mjög almennt upp- eldis- og menntunarmarkmið á skyldunámsstigi, en til frekari ákvörðunar þess er gagnlegt að hafa hliðsjón af flokkunarkerfum, sem erlendir kennslufræðingar (B. S. Bloom, Hilda Taba o. fl.) hafa mótað. Nefndin álítur, að í gildandi náms- Ekki er rúm hér til að greina nánar frá þeim atriðum, sem eru lögð til grundvallar nefndri álitsgerð. Því síður er unnt að nefna og rekja einstaka þætti ltennar, enda margt enn á athug- unarstigi og óunnið. Von mín er Jtó, að verkinu miði eðlilega fram og að árangri verði skilað í tæka tíð til umhugsunar, umræðu — og dóms. MENNTAMÁL 32

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.