Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Side 42

Menntamál - 01.02.1972, Side 42
Sigríður Valgeirsdóttir: Hlítarnám og nýjar matsaðferðir MENNTAMÁL 36 Undanfarin ár hefur víða um lönd farið fram útteki á námsskrám og námsefni skóla. Markmið eru endurskoðuð í ljósi nútíma þjóðfélagshátta og skilgreind betur en áður var. Próf eru samin með skarpari liliðsjón af markmiðum námsins en fyrr, og mat á námsefni hefur þróazt. Nokkur áhrif þessarar viðleitni hafa borizt hingað til lands. Námsskrárnefndir hafa verið skipaðar og endurskoðun hafin á markmiðum og námsefni. Nýtt námsefni er jaegar komið á reynslustig í nokkrum námsgreinum. Einn þátt, sem talinn er ómissandi hlekkur í námsskrárgerð, hefur þó vantað, en Jiað er mat á námselni. Orðið efnismat (curriculum evaluation) nota eg sem heildarlieiti, er nær til mats á öllu kennsluefni — námsbókum, myndum hvers konar og kortum, vinnubókum, kennslutækjum, hancl- bókum kennara — svo og á Jíví, að hve miklu leyti kennurum tekst að konta efninu til skila. Aftur á móti verður orðið námsmat (achieve- ment evaluation) notað um mat á árangri náms. Fyllri skýring fæst á þessu orði, ef athugaðar eru skilgreiningar Cronbachs (1963) og Harris (1963), sem, Jtótt ólíkar séu, bæta hvor aðra upp. Skil- greining Husks (1969) skýrir vel orðið mat. Harris skilgreinir námsmat þannig: „[Námsmat er] kerfisbundin tilraun til að afla vitneskju um breytingar á atferli nem- enda, sem koma í kjölfar skipulagðs náms.“ Cronbach leggur ekki alveg söniu merkingu í námsmat. Hann segir, að Jjað sé „öflun og notkun vitneskju til ákvörðunar um námsleiðir (educational program)“. T. R. Husk telur mat vera lmglæga ákvörðun, sem auknar upplýsingar bæti (bls. 8). í Jæssari grein verður lyrst vikið að námsmati og Jtróun efnismats. Þá verður kynnt ný kennslu- aðl'erð, hlítarnám (gjörnám, fullnaðarnám, mast- ery learning), sem leitt hel'ur til nýrrar aðferðar við námsmat með einingaprófum (lormative tests). Að lokum verður rætt um framkvæmd efnismats og gefið ylirlit yfir Jjær aðferðir, sem nota má við öflun upplýsinga um árangur nýrra kennsluhátta og námsefnis með Jtað fyrir augum að leiðrétta námsskrá, rneðan hún er enn á til- raunastigi.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.