Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 46

Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 46
Önnur tilraun Kinis varðaði hlítarnám í ensku (5.800 nementlur úr 7. bekk). Þar skilaði tilrauna- hópurinn 72% á yfirlitsprófi, en samanburðar- hópurinn 28%. Síðastliðið ár náði hlítarnám til 25.887 nemenda í Suður-Kóreu, en mun í ár ná til meira en 50.000 nemenda. Markið í hlítarnámi er í sjálfu sér óbundið, en reynslan hefur sýnt, að 80—85% markið hefur jákvæð áhrif á námið. Bloom telur, að ef markið sé sett of hátt (95—100%), nái fáir nemendur })vi, og verði þeir því fáir, sem hljóti umbun síns erfiðis. Ef markið er hins vegar sett of lágt, t. d. 50—60%, sé líklegt, að nemendur telji sig hafa lært til hlítar, þótt villur séu margar. Örv- andi áhrif þessarar námsaðferðar telur hann mest, þegar nemendum er ætlað að ná sem næst 85% marki. Ekki verður rætt hér um gerð einingaprófa, en þeim svipar að verulegu leyti til yfirlitsprófa um gerð, gildi og áreiðanleika. Nokkur munur er Jjó á þessum þáttum. í heild þurfa eininga- próf að vera mjög nákvæm og lröfða til sem ílestra tegunda liugsunarferla. Það er því nokk- uð seinlegt verk að semja góð einingapróf. Tillögur um framkvæmd efnismats Svo sem áður var getið, benti Scrieven (1967) á, hvernig nota mætti einingapróf til leiðsagnar við námsskrárgerð. Lagði hann til, að nýtt náms- efni væri prófað á völdum hópi nemenda og kennara og upplýsingar frá einingaprófunr not- aðar jafnóðum til að breyta námsefni og öðrum þáttum kennslunnar, er illa reyndust. Taldi Scrieven, að einingaprófin gætu orðið aðalþáttur- inn í mati á námsefni. Aðrir þættir, sem hann telur þurfa athugunar við í námsskrárgerð og samningu kennsluefnis, eru umsagnir kennara og sérfræðinga, og einnig telur liann að gefa þurfi gaum athugasemdum, áhuga og viðhorfum nem- enda. Séu einingaprc'rf notuð á þennan liátt, er í rauninni verið að prófa árangur af starfi þeirra, sem vinna að námsskrárgerð. Mæliþátturinn, eins og Robert Stake (1970) kemst að orði, er „ekki barnið heldur bekkurinn, skólakerfið eða þjóðin“ (bls. 87). Ekki má líta á efnismatið sem van- traust á störf þeirra manna, sem að námsskrár- gerð vinna, heldur sem hjálpartæki til leiðsagnar í starfi. Það mun fremur undantekning en regla, að höfundar námsefnis séu kennarar aldursflokks- ins, sem efnið á að fá. Það getur því leynzt nokkur hætta á óbrúuðu bili milli námsefnis og leiðbeininga höfunda, einkum af eina reynsla fag- mannsins af kennslu barna er sú að hafa sjálfur verið barn. Það er því verulegt öryggi að því, að í námsskrárnefnd eigi sæti einn eða tveir kennarar tiltekinnar námsgreinar og aldursstigs. l’afla 2 veitir yfirlit yíir ýmsar leiðir til öfl- unar gagna fyrir mat og leiðsögn í námsskrár- gerð. Lóðréttar línur skipta töflunni í fjóra meg- indálka, og táknar hver dálkur ákveðið tímabil í endurskoðun eða samningu námsskrár. Lárétt hefi eg skráð nokkra þætti, sem eg tel æskilegt, að matsmaður athugi. 1. Forstig. Á þessu stigi starfar námsskrár- nelnd að undirbúningi, mótar markmið og leiðir. Hlutverk matsmanns er að aðstoða nefndina, ef með þarf, og undirbúa fyrstu einingaprófin strax og frumdrög námsefnis liggja fyrir. Jafnskjótt og námsefnið er tilbúið, eða ef kennslubók liefur verið skrifuð áður en námsmat hefst, þarf að at- huga L, 2. og 3. lið I. dálks. 2. Reynslustig (Try-out stage). Áður en reynslustig hefst, þarf að undirbúa kennarana. Námsefnið er jjróíað í nokkrum bekkjum, en matsmaður fylgist með kennslu, aðstoðar kennara við fyrirlagningu einingaprófa og gefur náms- skrárnefnd jafnóðum upplýsingar um árangur. Einnig væri akkur að því, að hann legði spurn- ingalista fyrir nenrendur, kennara og loreldra. Þá ræðir hann við tilraunakennara og gefur nefnd- inni yfirlit yfir alla þessa þætti og árangur yfir- litsprófa. Sjá II. dálk 1, 2, 3, 4 og 5. 3. Tilraunastig (Experimental stage). Upplýs- ingar frá reynslustigi eru notaðar til að endur- bæta námsefnið. Kennarar eru undirbúnir á nám- skeiðum, og miklu fleiri skc')lar taka þátt í til- raunastarfinu en á reynslustigi. Starf matsmanna MENNTAMÁL 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.