Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Page 53

Menntamál - 01.02.1972, Page 53
samið þótt einstaklingspróf sé fyrir liendi, og er þá tilgangurinn sá að iá hentugra og ódýrara tæki en áður. Bæði prófin má svo leggja fyrir samtímis eða svo til. Fylgnistuðull segir til um, að live miklu leyti prófin gera lrið sama, m. ö. o. segir til um gildi prófsins. Þegar áreiðanleiki er reiknaður út, er það stöðugleiki mælingar, sem um er spurt: mælt er tvisvar með sama mælitæki. Þegar spurt er um gildi, er spurt, hve satt mæl- ingin segir — hve trúlega hún svarar því, sem við spyrjum um. Vandinn við að finna viðmiðunargildi prófs er aðallega fólginn í því að finna viðmiðun, sem marka má. Ef nýtt hópgreindarpróf reynist hafa háa fylgni við einstaklingspróf, sem fyrir lrendi er, þá sannar það einungis ágæti hópprófs- ins, Jiafi gildi einstaklingsprófsins verið sannað áður. Oft er erfitt að finna, livort próf hefur forsagnargildi. Þegar krafizt er ákveðinnar lág- markseinkunnar til framhaldsnáms eða til að fá starfsleyfi, felst í því trú á forsagnargildi prófs- ins. Oft eru slík mörk ólrjákvæmilega sett rneira eða minna út i bláinn eða byggð á ltefð. Til að finna forsagnargildi þyrfti að leggja prófið fyrir og bíða síðan, unz náminu er lokið eða starfs- reynsla fengin. Tiltölulega einfalt er að reikna út fylgni milli forprófsins (þess, sem leitað er forsagnargiklis fyrir) og gengis í nárni, sem oftast liggur fyrir í tölum að einhverjum tíma liðnum. Sama próf getur haft mjög mismikið forsagnar- gildi eftir því, hverju er spáð. Það getur t. d. haft háa fylgni við gengi í einni nántsgrein ári seinna, miðlungi háa við gengi í annarri og enga fylgni við þá þriðju. Þegar gildi er þannig gefið upp sem fylgnistuðull, verður alltaf að láta fylgja nákvæmar upplýsingar um hópinn, sem útreikningarnir byggjast á, um tímalengd milli mælinganna og um viðmiðunina sjálfa, hvort sem hún er próf eða eitthvað annað. Erfiðast er, þegar reynt er að spá um gengi í starfi. Þá líða oft mörg ár, unz starfsreynsla er fengin, og mjög getur verið erfitt að meta ein- staklingana í starfi. Ef aðgangur að læknadeild er takmarkaður, þurfa inntökuskilyrði helzt að vinza úr þá menn, sem verða beztir læknar. En bæði sökum þess, að það þarf að bíða lengi eftir því, að viðkomandi ljúki prófi og liafi öðlazt starfsreynslu, og eins vegna hins, að erfitt er að leggja gæðamat á störfin, eru meiri líkur á, að lokapróf úr læknadeild yrði haft til viðmiðunar. Þegar viðmiðunin er ekki eins handbær og prófseinkunnir, heldur þarf að meta fólk á vett- vangi, má sá, sem það gerir, ekki vita um frammi- stöðu jress á ]jví prófi eða hverri þeirri mælingu annarri, sem á að gildismeta. Ekki getur hjá því farið að vitneskja um fyrri frammistöðu liafi ein- hver áhrif á mat hans, hve hlutlægur, senr hann reynir að vera. Starfs- eða námsleiðbeinendum er einkum nauðsynlegt að hafa í höndum upplýsingar um gildi hinna helztu prófa, er skjólstæðingar þeirra hafa lokið, svo og þeirra sérprófa, er þeir sjálfir kunna að leggja fyrir. Oft er hentugt að skýra rnálin fyrir sér og öðrum með því að búa til líkindatöflu. Þá er atlmgað hvernig Jjeim, er ákveðnum prófum hafa lokið, hefur farnazt síðar, og tafla gerð, sem sýnir Jjennan samanburð. Hóp- urinn, sem líkindataflan er byggð á, Jrarf að vera nokkuð stór. Af töflunni getur viðkomandi séð hve margir Jreirra, sem á undanförnum árurn hafa staðið sig svipað og hann, hafa náð ein- hverju tilteknu marki. Dæmi: Unglingur, sem hefur lokið unglingaprófi með einkunninni 6,7 í bóklegum greinum, er að reyna að gera upp við sig, hvaða námsbraut hann á að velja í 3. bekk. Af líkindatöflu, byggðri á reynslu fvrri ára, getur hann séð, að af Jjeim, sem fóru í al- mennan 3. bekk með unglingaprófseinkunnina 6.5—7.0 í bóklegum greinum, náðu 90% prófi upp í 4. bekk; af Jreim, sem fóru í verzlunardeild, náðu 75% prófi upp í 4. bekk verzlunardeildar; og af þeim, sem með Jjessa einkunn fóru í lands- prófsdeild, náðu 30% framhaldseinkunn. (Allar Jæssar tölur eru hugsmíð.) Samband bóklegra og verklegra greina við gengi í verknámsdeildum væri líka sýnt. Viðmiðunin, í Jtessu tilfelli nárns- gengi í 3. bekk, er oftast flokkuð meira en „fall“—„ekki fall“, t. d. væri sýnt, hve margir hlutu einkunn < 4, 4—5, 5—6, 6—7 o. s. frv. af þeim, sem voru á ákveðnu einkunnabili á ungl- ingaprófi. Forsagnargildi er auðskildara í Jæssu formi en fylgnitölu. Leiðbeinandi getur bent á MENNTAMÁL 47

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.