Menntamál - 01.02.1972, Page 55
Kennaraháskóli Islands
Kennsla í námsmati
♦—---——-----------:-----------------------------
Á undanförnum árum hefur Framhaldsdeild Kennara-
skóla islands gefið kennurum kost á eins árs fram-
haldsnámi í einstökum greinum kennaramenntunar. Við-
fangsefni hafa verið þessi:
1968— 69: Kennsla treglæsra og tornæmra barna.
1969— 70: Danska (aðalgrein) og tvær af þremur
aukagreinum — félagsfræði, stærðfræði,
ensku.
1970— 71: Sérkennsla afbrigðilegra nemenda.
1971— 72: Stærðfræði.
Kennaraháskóli íslands heldur þessari starfsemi
áfram, og fer hér á eftir tilkynning um kennsluna næsta
vetur.
Á vetri komanda mun Kennaraháskóli ís-
lands efna til kennslu í námsmati. Inntöku-
skilyrði í nám þetta er kennarapróf. Umsókn-
arfrestur er til 1. maí n.k., en námstími verð-
ur frá 1. okt. n.k. til maíloka 1973.
Meginviðfangsefni verða:
I. Nám og kennsia. Meðal annars verður
fjallað um hlítarnám, rannsóknir á því og
kenningar um það.
II. Námsmarkmið. Skilgreining þeirra og
flokkun, forsendur þeirra og endurmat.
III. Gerð prófa, gildi þeirra og meðferð.
1. Frumatriði prófa og annarra mælinga
á námi.
2 Tengsl prófa og námsmarkmiða.
3. Tegundir prófa.
4. Áreiðanleiki og gildi prófa.
5. Gerð prófa.
6. Námsmat.
7. Stöðlun prófa.
IV. Tölfræði.
1. Lýsingartölfræði.
2. Fylgni.
-----------------------------------------*
3. Líkur og bjöllukúrfa (normalkúrfa).
4. Tölfræðilegar ályktanir. Tilgátur og
prófun þeirra.
5. Tölfræðilegar niðurstöður, framsetn-
ing og túlkun.
V. Gerð námsskrár.
1. Meginsjónarmið.
2. Námsefni og greining þess.
VI. Efnismat.
1. Mat á námsefni og hlutverk þess við
gerð námsskrár.
2. Námsefni, kennslutæki og kennsla
rýnt og metið.
3. Niðurstöður og hagnýting þeirra.
VII. Tölva.
Kynning á gagnsemi tölvu við náms- og
efnismat.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum, rannsókn-
argengjum og sjálfstæðri vinnu undir leið-
sögn, m.a. að raunhæfum verkefnum á vett-
vangi, svo sem mati á námsefni, tækjum og
kennslu. Ritgerðir.
Námi þessu er einkum ætlað að gera kenn-
ara færari en ella um að skýra markmið
náms fyrir sjálfum sér og öðrum og meta
námsefni og kennslu I Ijósi þeirra. Á það því
að gagnast mönnum, hvort sem þeir stefna
að því að þæta matsaðferðir í eigin kennslu,
verða til gagns og ráðuneytis um gerð prófa
og aðrar matsaðferðir I eigin skóla eða skóla-
hverfi eða hyggja á störf við fræðilega endur-
skoðun námsskrár.
Náminu lýkur með prófi.
MENNTAMÁL
49