Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Page 66

Menntamál - 01.02.1972, Page 66
Af orðalagi að dæma er Eiríkur orðinn leiður á þeim feðginum Þor- birni og Guðríði, þótt hvergi komi það fram. Á bls. 22 er málvilla eða prent- villa, þótt að í stað þó að, en ann- ars er prófarkalestur með ágætum. Baltasar hefur gert myndirnar, sem sögunni fylgja. Myndir í kennslubók eiga að þjóna efni bók- arinnar. Þær eiga að gera lesend- um efni bókarinnar ljósara og efla ímyndunarafl þeirra. Teikningin þarf að lýsa efninu, skírskota til Jress og vera í samræmi við efni. Þetta tekst Baltasar misjafnlega. Á bls. 6—7 er skrípamynd af heiðar- legu einvígi Leifs og Þorfinns. Á bls. 34 segir frá Þorbjörgu lítil- völvu og hún sögð lág og gildvax- in, en á bls. 35 er mynd af henni við seiðinn, grindhoraðri. Hinn stórvaxni höfðingi Skrælingja er orðinn dvergur smár í viðureign- inni við griðunginn á myndinni á bls. 89. Ekki verður Ijóst, hvernig höf- undur ætlast til að bókin sé notuð. Á bókarkápu stendur að bókin sé „hentug til viðbótar námsefni í Islandssögu og vel til þess fallin að glæða áhuga ungu kynslóðarinn- ar á fornsögunum". Erfitt er að vita, livernig sagan verður hentug sem viðbótarefni í íslandssögu, J)ar sem höfundur fellir margt niður, sem stendur í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, og bætir við lýs- ingum og orðaskiptum. Þá má geta J^ess að Eiríkssaga er nú talin ótraust sagnfræðileg heimild, og saga Ármanns er skáldsaga, sem lýtur að nokkru lögmálum sinnar gerðar. En líklegt er að sagan glæði áhuga lesenda á fornsögum. Engar orðaskýringar íylgja sögunni, og nemendur munu víða hnjóta um orð, sem Jteir skilja ekki. Bókina verður Jjví að lesa undir leiðsögn kennara. Ef farið er á annað borð út á þá braut að kynna Islendingasögurn- ar börnum, Jjarf mjög að vanda til þess verks. Skálholt hefur gefið út nokkrar sagnanna fyrir framhalds- skóla. Þessum útgáfum fylgja rit- gerðir útgefenda um sögurnar, orðaskýringar eru neðanmáls og verkefni úr hverjum kafla. Þessar útgáfur liafa reynzt hentugar í framhaldsskólum. Annað mál er hvað hentar börnum. I fljótu bragði virðist einföldun efnis vera æskileg leið. Þannig gefa Englend- ingar út sínar mestu bókmennta- perlur í stuttum, einföldum útgáf- um með orðaskýringum og verkefn- um. Ríkisútgáfa námsbóka Jjarf að móta sér stefnu í þessum efnum. Með útgáfu Jjessarar sögu verður ekki ljóst livaða kennslufræðileg markmið ráða hér ferð, eða hvort lengra verður haldið á Jjessari braut. Prentun bókarinnar er ágæt, en hætt er við að hún losni fljótt úr bandi. Haukur Sigurðsson. Frá Landssambandi framhaldsskólakennara: Kennarar og skólastjórar, sem óska eftir orlofsdvöl í húsum L.S.F.K. að Munaðarnesi í Borgarfirði n.k. sumar, sendi fyrir 1. apríl umsóknir til skrif- stofu L.S.F.K., Tjarnarg. 10b, Reykjavík. í umsókninni skal greina eftirfarandi: Fjölskyldustærð og mánaðardaga, frá laugardegi til laugardags, sem umsækjandi óskar að dvelja. Gert er ráð fyrir vikudvöl í senn. Orlofstími hefst 20. maí. L.S.F.K. hefur yfir tveimur húsum að ráða, og hverju húsi fylgja öll nauð- synleg húsgögn, rúmföt og tæki til matseldar. Fæði fæst einnig keypt í sameiginlegu mötuneyti, ef óskað er. í hverju húsi geta búið 8 einstaklingar samtímis. Mjög heppilegt er, ef 2 fjölskyldur sammælast um dvalartíma í sama húsi. Vikuleiga á hús er kr. 3000,00. Orlofsnefnd \_____—------------------------------------------------------------------------------------- MENNTAMÁL 60

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.