Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 66

Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 66
Af orðalagi að dæma er Eiríkur orðinn leiður á þeim feðginum Þor- birni og Guðríði, þótt hvergi komi það fram. Á bls. 22 er málvilla eða prent- villa, þótt að í stað þó að, en ann- ars er prófarkalestur með ágætum. Baltasar hefur gert myndirnar, sem sögunni fylgja. Myndir í kennslubók eiga að þjóna efni bók- arinnar. Þær eiga að gera lesend- um efni bókarinnar ljósara og efla ímyndunarafl þeirra. Teikningin þarf að lýsa efninu, skírskota til Jress og vera í samræmi við efni. Þetta tekst Baltasar misjafnlega. Á bls. 6—7 er skrípamynd af heiðar- legu einvígi Leifs og Þorfinns. Á bls. 34 segir frá Þorbjörgu lítil- völvu og hún sögð lág og gildvax- in, en á bls. 35 er mynd af henni við seiðinn, grindhoraðri. Hinn stórvaxni höfðingi Skrælingja er orðinn dvergur smár í viðureign- inni við griðunginn á myndinni á bls. 89. Ekki verður Ijóst, hvernig höf- undur ætlast til að bókin sé notuð. Á bókarkápu stendur að bókin sé „hentug til viðbótar námsefni í Islandssögu og vel til þess fallin að glæða áhuga ungu kynslóðarinn- ar á fornsögunum". Erfitt er að vita, livernig sagan verður hentug sem viðbótarefni í íslandssögu, J)ar sem höfundur fellir margt niður, sem stendur í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, og bætir við lýs- ingum og orðaskiptum. Þá má geta J^ess að Eiríkssaga er nú talin ótraust sagnfræðileg heimild, og saga Ármanns er skáldsaga, sem lýtur að nokkru lögmálum sinnar gerðar. En líklegt er að sagan glæði áhuga lesenda á fornsögum. Engar orðaskýringar íylgja sögunni, og nemendur munu víða hnjóta um orð, sem Jteir skilja ekki. Bókina verður Jjví að lesa undir leiðsögn kennara. Ef farið er á annað borð út á þá braut að kynna Islendingasögurn- ar börnum, Jjarf mjög að vanda til þess verks. Skálholt hefur gefið út nokkrar sagnanna fyrir framhalds- skóla. Þessum útgáfum fylgja rit- gerðir útgefenda um sögurnar, orðaskýringar eru neðanmáls og verkefni úr hverjum kafla. Þessar útgáfur liafa reynzt hentugar í framhaldsskólum. Annað mál er hvað hentar börnum. I fljótu bragði virðist einföldun efnis vera æskileg leið. Þannig gefa Englend- ingar út sínar mestu bókmennta- perlur í stuttum, einföldum útgáf- um með orðaskýringum og verkefn- um. Ríkisútgáfa námsbóka Jjarf að móta sér stefnu í þessum efnum. Með útgáfu Jjessarar sögu verður ekki ljóst livaða kennslufræðileg markmið ráða hér ferð, eða hvort lengra verður haldið á Jjessari braut. Prentun bókarinnar er ágæt, en hætt er við að hún losni fljótt úr bandi. Haukur Sigurðsson. Frá Landssambandi framhaldsskólakennara: Kennarar og skólastjórar, sem óska eftir orlofsdvöl í húsum L.S.F.K. að Munaðarnesi í Borgarfirði n.k. sumar, sendi fyrir 1. apríl umsóknir til skrif- stofu L.S.F.K., Tjarnarg. 10b, Reykjavík. í umsókninni skal greina eftirfarandi: Fjölskyldustærð og mánaðardaga, frá laugardegi til laugardags, sem umsækjandi óskar að dvelja. Gert er ráð fyrir vikudvöl í senn. Orlofstími hefst 20. maí. L.S.F.K. hefur yfir tveimur húsum að ráða, og hverju húsi fylgja öll nauð- synleg húsgögn, rúmföt og tæki til matseldar. Fæði fæst einnig keypt í sameiginlegu mötuneyti, ef óskað er. í hverju húsi geta búið 8 einstaklingar samtímis. Mjög heppilegt er, ef 2 fjölskyldur sammælast um dvalartíma í sama húsi. Vikuleiga á hús er kr. 3000,00. Orlofsnefnd \_____—------------------------------------------------------------------------------------- MENNTAMÁL 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.