Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1969, Page 23

Æskan - 01.07.1969, Page 23
STEINGRÍMUR THORSTEINSON Steingrímur Thorsteinson fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Fór í Latínuskólann í Reykjavík fimmtán ára gamall. Lauk embættisprófi í málfræSi og sögu frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Á Hafnarárum sínum lagði hann stund á bókmenntir og fagurfræði og þýddi þá á íslenzku ýmis fræg ritverk, auk þess sem eftir hann birtust allmörg kvæði. Eftir 21 árs óslitna dvöl í Danmörku gerðist Steingrimur kennari við Latínuskólann í Reykjavík. Var hann þá orðinn þjóðkunnur af kvæðum sínum og þýðingum. Rektor við sama skóla, sem þá nefndist Hinn almenni menntaskóli, varð hann sjötíu og þriggja ára að aldri. Yrkisefni Steingríms eru oft bundin við náttúruna, fegurð landsins og árstíðirnar. í kvæðum sfnum bregður hann upp mynd umhverfisins og laðar fram hugblæ, sem við það er bundinn. Steingrimur Thorsteinson. 319

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.