Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 6
Hvar ER 0 krossinn ; Þessi fjölskylda, sem hér er á myndinni, hefur keypt sér fal- legt jólatré og allt, sem til þess þarf til að gera fagurt um jól- in. En þegar átti aS setja upp tréð, fannst sjálfur fóturinn (krossinn) hvergi, sem tréð átti að standa á. Getið þið fundið krossinn fyrir þessa óheppnu fjölskyldu? Krossinn á að vera á einhverri síðunni í þessu stóra jólablaði. Þeir, sem verða svo heppnir að finna krossinn, geta sent biaðinu svör sín fyrir 20. janúar 1971. Tilgreina verður stað og blaðsíðu, sem krossinn finnst á. Þrenn bókaverðlaun verða veitt fyrir rétt svör. „Hvað hefur þú gert?“ Móðir hans stóð þarna og varð sem lömuð yfir því sem hún sá. „Ég var bara að teikna dálítið," muldraði Bartolomé í barm sér. „Þú hefur alveg eyðilagt þessa fallegu mynd!“ hrópaði móðir hans öskureið. „Hvernig datt þér annað eins í hug, og þú sem lofaðir mér að vera rólegur og þægur, meðan ég væri við messuna." „Ég hélt, að þetta gerði ekkert til. Myndin hefur orðið miklu betri, eða er það ekki?“ reyndi Bartolomé að verja sig, en á næsta augnabliki þreif móðir hans til hans og sló hann utanundir. „Það er víst, að aldrei get ég treyst þér, fari ég eitthvað frá, þá skaltu alltaf finna upp á einhverju, óþekktaranginn þinn. Ég veit hreint ekki, hvernig ég á að venja þig eða með hverju ég ætti að hegna þér, en eitt er víst, að þú skalt engan mat fá í dag fyrir þetta tiltæki þitt, og að síð- ustu ofan í kjallara með þig, þar getur þú dúsað fyrst um sinn,“ og við það sat. Aumingja Bartolomé fór niður í kjallarann og hurðin lokaðist. Að stundu liðinni kom Eulalía frænka og þá var setzt að borðum. Hún sá, að drengurinn var ekki á sínum stað við borðið, en spurði ekki neitt um hann, því hún hélt að hann hefði fengið leyfi til þess að fara eitthvað með leik- félögum sínum. Henni datt sízt í hug, að aumingja Barto- lomé sæti á kassa niðri í kjallara og gréti. Seinna um daginn kom presturinn í heimsókn. Hann var kallaður Padre Pedro. Hann var vitur maður og þægi- legur, og öllum í sókninni þótti vænt um hann. Þegar hann hafði komið sér fyrir í góðum stól í stofunni, leit hann í kringum sig og sagði: „Hvar er nú Bartolomé?" „Hann er nú lokaður niðri í kjallara," svaraði móðir hans einbeitt á svipinn, „og þaðan losnar hann ekki í bráð. Hann hefur verið hræðilega óþekkur." „Hvað hefur hann gert af sér?“ spurði Padre Pedro alveg undrandi. Frú Murillo benti á myndina, sem blasti við á veggnum. „Sjáið sjálfur, hverju hann hefur fundið upp á, meðan ég var við messuna. Hann hefur teiknað og krassað i myndina af heilögum Jóhannesi með lambið, og nú er hún eyðilögð og einskisvirði, já, þvílíkt!" Padre Pedro reis hægt á fætur og gekk að myndinni. Hann leit á myndina, tók hana svo niður af veggnum og fór með hana út að glugganum í birtuna, svo að hann gæti séð hana betur. „Hefur Bartolomé teiknað þetta? Getur það verið?“ hvíslaði hann. „Já,“ svaraði móðirin með þreytu í röddinni. „Hann teiknar á allt, sem hann kemst nálægt, girðingar, veggi og gangstéttir, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann hefur vog- að sér að krota og teikna í myndirnar hérna.“ Padre Pedro ræskti sig og varð hugsi. Loks sagði hann eins og við sjálfan sig: „Já, það þarf nauðsynlega eitthvað að gera.“ „Gera eitthvað?" endurtók frú Murillo. „Já, hann þyrfti að fá duglega hýðingu, en ég hef nú bara ekki næga krafta til þess, og þess vegna lokaði ég hann niðri í kjallara og þar við situr." „Sæktu hann undir eins upp úr þessum leiða kjallara," skipaði Padre Pedro. „Svo þér ætlið þá að láta hann fá þá hegningu, sem hann heíur meira en unnið til?“ „Nei, það er ekki meiningin, það æíla ég alls ekki,“ sagði presturinn. „Já, en finnst yður ekki hann eiga það meira en skilið fyrir að eyðileggja þessa fallegu mynd?“ „Það getur vel skeð, að ég geti gefið yður álika mynd,“ sagði presturinn, áður en hann hengdi myndina upp aftur. „En ég ætla að segja yður eitt, frú Murillo, drengurinn yðar getur orðið mikill málari. Ég sagði áðan, að eitthvað þyrfti að gera, og þá átti ég við, að hann þarf að komast til listamanns, sem getur kennt honum, svo hann geti feng- ið reglulega góðan skóla í myndlistinni, því Bartolomé hefur mikla hæfileika." Rugluð og undrandi gekk frú Murillo að kjallaradyrunum, opnaði og kallaði á drenginn sinn. Bartolomé var undarlegur á svipinn og eins og hann vænti sér nýrrar refsingar, og það var auðséð, að hann hafði verið að gráta, og hann skildi ekki almennilega I því, að Padre Pedro klappaði honum vingjarnlega á kollinn og sagði: „Þarna hefur þú teiknað fallegan hund,“ um leið og hann benti á myndina stóru.“ Þetta varð eftirminnilegur sunnudagur fyrir drenginn, því þann dag byrjaði listamannsbraut hans, sem átti eftir að leiða hann til frægðar. Bartolomé Estebán Murillo (1617 —1682), drengurinn frá hliðargötunni í Sevilla, þroskaðist á nokkrum árum í mikinn listamann og náði þeirri miklu frægð að vera talinn einn af snillingum málaralistarinnar, einn af mestu málurum þjóðar sinnar. Hann sótti oft efni eða fyrirmyndir í borg barnæsku sinnar, Savilla, og hliðar- götuna, sem hann ólst upp í. Hann málaði götustrákana, betlarana og smástúlkurnar í hversdagsfötunum sínum, en hann málaði einnig trúarlegar myndir, eins og þá tíðkaðist. Nokkrar þeirra voru siðan hengdar upp í dómkirkjunni I Sevilla, og þar eru þær til sýnis enn þann dag I dag í kirkju þeirri, sem móðir hans gekk til messu í morguninn eftirminnilega árið 1625, þegar drengurinn fann upp á því að endurbæta myndina af hinum heilaga Jóhannesi með lambið. þýjj Dg endursagt. L. M. 554
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.