Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 45

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 45
Háfættir flamingóar ösluðu um tjörnina og tíndu eitthvert góSmeti upp af botninum milli þess sem þeir stóSu á öSrum fæti og snyrtu sig og snurfusuSu. handa. í fiskasafninu í dýragarðinum í London eru samankomnir fiskar víðast hvar að úr veröldinni. Alls konar ókennilegar vatna- kindur og sækindur getur þar að líta. Þær stöllurnar könnuðust við ýmsar silungategundir svo sem urriða og bleikju og regn- bogasilung. Þarna inni eru sæskjaldbökur mjög stórar, hreinustu merkisdýr. Innst inni eru alls konar hitabeltisfiskar. Þar gat m. a. að líta lungnafisk frá Ástraliu, og hrökkálar voru þarna tveir heldur óárennilegir. Rafmagnsálar þessir gefa 200 volta högg, sem er nóg til þess að lama veiðidýrin. Þeir slá með sporðinum, þegar þeir veiða. Þarna eru tvær tegundir, frá Brasilíu og Mexíkó. Þriðji állinn, sem er kallaður electric catfish, eða rafmagnsstein- bítur, er frá Afríku. Hann hefur mjög fullkomna rafstöð, ef svo má segja, og hann getur gefið 200 volta högg I vatninu. Hann hefur nokkurs konar radar til að finna bráðina. Merkilegir þóttu Hér eru stúlkurnar ásamt Grimi staddar við bústaS brezka for- sætisráSherrans, Downing Street 10, en þessa dagana var Ed- ward Heath, hinn nýkjörni forsætisráðherra, aS fiytja inn. ÞaS var mikiS um komur sendiboSa og bila meS alls kyns skjöl og plögg aS dyrunum, sem tveir lögregluþjónar gættu. í síSasta blaSi var sagt frá hröfnunum í Tower of London. Hér á myndinni sjáum við einn af þeim frægu fuglum. sæhestarnir, enda ekki neinum fiskum líkir. Risasalamöndrurnar voru Ijótar, enda meira en metri á lengd og mjög ófrýnllegar, fannst þeim vinkonunum. Eftir að hafa skoðað fiska og sækindur að vild var á ný haldið um dýragarðinn. Órangútanarnir eru sterkir og stæðilegir og léku sér að hjólbörðum. Nashyrningarnir voru ekki úti, en þau fóru inn í húsið til þeirra, og þar stóðu þeir. Þetta eru miklar forn- aldarskepnur, og óárennilegir væru þeir að mæta þeim í frum- skóginum. Hinum megin í húsinu voru fílar. Þeir höfðu fengið töðu og átu nú af beztu lyst. Ljónin voru í næsta nágrenni. Þau lágu og sleiktu sólina. En nú voru þær vinkonurnar orðnar fiimu- lausar, og það kom sér vel að finna filmubúð rétt í nágrennl við Ijónahúsið. Ljónin voru löt og værukær í hitanum, lágu og létu fara vel um sig. Hlébarðar og hreysikettir alls konar æddu um í búrunum og ekki er nú þeirra ævi eftirsóknarverð, fannst Sóley. Meðal filanna var ungi, sem gældi við vörðinn, og það var hið mesta augnayndi að sjá. Hann setti ranann um hálsinn á honum og pússaði á honum skallann, og börnin stóðu álengdar og hlógu sig máttlaus af tilburðunum. Hann endaði með því að taka í nefið á verðinum og toga í. Kannski hefur honum fundizt nefið á verðinum of stutt og ætlað að gera það eitthvað lengra í lík- ingu við sitt eigið. Og svo tóku stúlkurnar myndir. Risapandan Sí-sí hefur verið mikið í fréttum að undanförnu, ekki sízt vegna ástarævintýris væntanlegs með rússneskum karlkyns panda. Þessi risapanda fannst í Vestur-Kína nálægt Kansú ekki langt frá hásléttu Tíbets. Þrátt fyrir útlitið er þetta ekki bjargdýr, en er skylt dýraflokki, sem lifir í Himalayafjöllum, Himalayapöndunni. Pandan snæðir bambus og aðrar aðskiljaniegar grastegundir, rætur, fisk og smádýr. Eftir að hafa skoðað Sí-Sí fóru þau í bjarndýragarðinn, þar sem þau skoðuðu alls kyns smádýr, svo sem kanínur og gæsir. Framhald. 593
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.