Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 8
SJO SNJÓKARLAR Hér birtast myndir af sjö snjó- körlum, sem við fyrstu sýn virð- ast alveg eins, en samt er ein myndin frábrugðin himtm. Getið þið nú fundið út númer hvað sá snjókarl er? Sendið svör ykkar til blaðsins fyrir 20. janúar 1971. — Þrenn verðlaun verða veilt. Nú fór að fara um Grím litla. Afi var orðinn svo hvass og harður í framan, og skipanir hans skullu gegnum stormgnýinn, eins og hamar á steðja: „Seglið upp! Þrírifað! Fokkuna upp! Tveir í austurinn, Jón og Hannes!" Það var þegar kominn haugasjór og skvettirnir gengu yfir bátinn. Grímur litli fékk saltbragð í munninn, þar sem hann húkti á fremstu þóftunni, og aldrei á ævi sinni hafði honum fundizt hann vera jafnlitill og núna. Hann starði á afa sinn, sem var orðinn eins og grjót i framan, en virtist annars ró- legur og hvergi smeykur. Stýrið lék í höndum gamla mannsins, og báturinn beinlínis flaug áfram gegnum öldurótið. En alltaf var að dimma og hvessa, þetta var voðaveður, og stöðugt gaf meira á. Það var kominn kökkur í hálsinn á Grími litla, því að hann þóttist viss um að þetta gæti ekki endað vel. Og nú var alvara á ferðum, því að mennirnir tveir í austrinum höfðu ekki við. ,,Nafni!“ kallaði Gamli-Grímur allt f einu. „Þú tekur við fokkunni — haltu henni stífri, en fljótur að fíra, þegar ég segi til! — Þorsteinn, þú ferð í austur- inn! Og látið þið nú hendur standa fram úr ermum!" Þorsteinn, sem var ungur og hraustur sjómaður, hafði gætt fokkustrengsins og sýndi nú Grími litla, hvernig hann ætti að halda í spottann, án þess að þreytast, og hvernig væri fírað. Og þarna var þá drengurinn tekinn við ábyrgðarmiklu starfi um borð. En nú var hann lika orðinn alvarlega hræddur. Báturinn virtist alltaf öðru hverju vera að sökkva í sælöðrið og hvit froðan skófst yfir hann að staðaldri. Þeir voru bersýnilega að farast! Það fóru hita- strokur um hann allan, og það var krampakenndur titringur í maganum. Snöggv- ast hvarflaði hugurinn til lands og hann minntist Ingu, fermingarsysturinnar fallegu með gula hárið. Hann hafði fyrir löngu ákveðið að giftast henni, þau höfðu alla tíð verið góðir vinir. Skyldi hún gráta þegar — nei, það mátti ekki gerast! Hann sem átti allt lífið sitt eftir, og ef hann færist núna, þá myndi hún sennilega giftast Kalla smiðsins, sem alltaf var að sniglast kringum hana! Grímur litli hleypti brúnum og roöi hljóp fram í kinnar hans. Hann sá í anda Kalla þennan, stuttan og digran strák með ógeðslegt háðsglott á vörum. Nei! Aldrei skyldi hann fá Ingu! Hann tautaði blótsyrði fyrir munni sér: Skollinn hafi það, Ingu ætlaði hann að eiga sjálfur, hvað sem tautaði og raulaði! Þeir urðu að komast af, það var ekki um að tala! Hann var enn svolítið smeykur, en hræðslan hafði minnkað, og nú hvessti hann augun út í særokið, rétt eins og afi. Þarna grillti hann í Víkurhornið, þeir voru að nálgast röstina. — Kalli smiðsins, nei, aldrei skyldi það! — En voðalega var orðið vont í sjóinn. Hann leit snöggvast til afa síns, sem starði á dótturson sinn og heldur hvasst. „Ertu hræddur, strákur?" sagði gamli maðurinn sneglulega, og skrítnu brosi brá fyrir á vörum hans. Grímur litli hristi höfuðíð. En hann tók fastar um fokkustrenginn og eitthvað hart og kalt bærðist í brjósti hans. — Jæja, var hann þá hræddur? Það yrði saga til næsta bæjar, ef þeir nú kæmust í land: Hann Grímur var að skíta DRENGUR AÐSTOÐAR JESÚ Þegar Jesús nú hóf upp augu sin og sá, að fjöldi fólks kom til hans, segir hann við Filippus: Hvar eigum vér að kaupa brauð, til þess að fólkið fái að borða? Filippus svarar: Hér er ungmenni, sem hefur fimm byggbrauð og smáfiska, en hvað er þetta handa svo mörgum? Jesús sagði: Látið fólkið setjast niður. En gras mikið var á staðnum. Settust þá niður karlmennirnir, að tölu nær fimm þúsundir. Jesús tók þá brauðin, og er hann hafði gjört þakkir, skipti hann þeim meðal þeirra, sem setzt höfðu niður, sömuleiðis og af fiskum, svo mikið sem þeir vildu. En er þeir voru mettir, segir hann við lærisveina sína: Takið saman brotnu brauðin, sem afgangs eru, til þess að ekkert fari til ónýtis. 556
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.