Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 85
GAMLAR MYNDIR
d) Leiktími í meistaraflokki karla
er 2x30 mín., og 10 mín. hlé.
í meistaraflokki kvenna 2x20
mín., og í II. og III. fl. kvenna
2x10 mín., en í I. og II. fl. karla
2x15 mín. og III. og IV. fl. karla
2x10 mín. Einnig er keppt f I.
fl. kvenna, og þar er leiktíminn
2x15 mín.
e) MarkvörSur má á markteig
verja hvernig sem hann vill, en
þó ekki með fótum, nema knött-
urinn sé á hreyfingu til marks
eða marklínu.
f) Markvörður er frjáls ferða sinna
með knöttinn á markteig.
g) Markvörður má ekki sækja
knöttinn út fyrir markteig og
taka hann með sér inn á hann
aftur (vítakast).
h) Markvörður má taka þátt í sókn,
og ef hann ver t. d. knöttinn
frá andstæðingnum og knöttur-
inn fer ekki út úr markteignum,
þá má hann kasta knettinum yf-
ir í hitt markið og skora. Það
má skipta um markmenn hve-
nær sem er (algengast í sókn
og vítaköstum).
Geir Hallsteinsson.
Horft suður yfir Pósthússtræti,
þar sem Reykjavíkurapótek og Hót-
el Borg standa nú. Hægra megin
sér á þak Vöruhússins, en til vinstri
er Godthaabsbúðin, þar sem Thor
Jensen verzlaði. Þessi hús brunnu
í eldsvoðanum mikla aðfaranótt 25.
apríl 1915. Þegar litið er svo lengra,
sést að Miðbæjarskólinn og Frí-
kirkjan eru komin og að Laufás-
vegur er farinn að byggjast. En
kannski er það skemmtilegasta við
myndina að sjá kúna, sem er að
hefja göngu sína inn i Vallarstræti.
Vetrarmynd frá Lækjartorgi, þeg-
ar Thomsens Magazín var ein helzta
verzlun bæjarins. Þá var algeng sjón
að sjá hesta í miðbæ Reykjavíkur.
Báðar þessar myn,dir munu vera frá
fyrsta tug aldarinnar.
633