Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 34

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 34
Þegar Tryggur gleymdist úti Leifur vaknaði við mikinn hávaða og reis til háifs upp í rúminu og starði ruglaður út í myrkrið. Jú, það var ekki um að villast, þetta var Tryggur, hundurinn hans, sem var að gelta, og allt í einu mundi Leifur eftir því, að hann hafði gleymt að láta hann inn áður en hann háttaði. Það var nú betra að pabbi kæmist ekki að þessu, þá yrði hann vondur. Leifur dreif sig í fötin, læddist niður stigann og opnaði útidyrnar. Tryggur var hættur að gelta, en urraði nú reiði- lega einhvers staðar úti í myrkrinu. Leifur fór út og kallaði á hundinn. Veðrið var kalt og hráslagalegt. Það hlýtur eitt- hvað að vera á seyði, hugsaði Leifur, þegar hundurinn hélt áfram að urra, en hlýddi ekki, þegar hann kallaði á hann. „Hvað ert þú að gera hér á þessum tíma nætur?“ heyrði Leifur allt í einu sagt að baki sér. Faðir hans hafði auð- vitað vaknað við hávaðann í hundinum. ,,Já, en...“ byrjaði Leifur og ætlaði að fara að út- skýra fyrir föður sínum, að eitthvað hlyti að vera að gerast þarna úti í myrkrinu, því hundurinn væri ekki vanur að láta svona. En hann kom ekki að neinum skýringum, því faðir hans hafði tekið eftir því, að Tryggur var ekki á sínum stað og sagði reiður: „Hefur þú nú enn einu sinni gleymt að loka hundinn ínni?“ Aumingja Leifur byrjaði aftur: „Já, en ..en útskýring- arnar enduðu á því, að faðir hans sló hann utan undir og gekk síðan aftur til sængur. Leifur fór nú út í húsagarðinn og flautaði á hundinn. Eftir augnablik kom Tryggur þjótandi og lagðist lafmóður niður fyrir fótum hans. Leifur tók ( hálsband hundsins og ætlaði að draga hann inn í húsið, en þá tók hann eftir þvi, að hundurinn var með stóra tusku í kjaftinum. Þegar Leif- ur beygði sig niður til að athuga þetta betur, gat hann ekki betur séð en þetta væri rifrildi úr karlmannsbuxum. Og þá fann Leifur brunalyktina. Hann hrökk við. Það var ekki um að villast. Brennuvargur einn hafði að undanförnu verið á ferðinni og kveikt í á mörgum stöðum, og enn hafði ekki tekizt að handsama hann. Leifur var ekki lengi að átta sig. Auðvitað hafði hund- urinn lent í kasti við brennuvarginn og rifið gat á bux- urnar hans, — og nú var hann sjálfsagt búinn að kveikja í hlöðunni þeirra. Leifur hljóp í einum spretti upp í svefnherbergi foreldra sinna og kallaði á föður sinn. Að augnabliki liðnu voru þeir feðgarnir komnir út að hlöðunni með hundinn á hælum sér. Já, ekki var um að villast, mikill reykur gaus út um hlöðuopið, en sem betur fer hafði eldurinn ekki náð að læsa sig um heyið, því brennuvargurinn hafði kveikt í blautum hálmi innan við dyrnar, og því rauk mikið, þótt eldurinn væri ekki meiri en svo, að þeir voru fljótir að ráða niðurlögum hans með vatni úr tunnu, sem stóð fyrir utan hlöðuna. Allt í einu byrjaði hundurinn aftur að gelta með miklum látum, og þeir sáu hann taka á sprett til gripahúsanna. Þeir hlupu strax á eftir honum. „Tryggur er á hælunum á brennuvarginum, pabbi!" kallaði Leifur, en á næsta augna- bliki hljóp einhver fram hjá þeim frá gripahúsunum og var horfinn út í myrkrið. Leifur og hundurinn þutu á eftir skuggaverunni, en brátt urðu þeir ráðvilltir og vissu ekki, hvert halda skyldi. Þá heyrðu þeir skyndilega hljóð og einhver kallaði í ofboði á hjálp. Hljóðin bárust frá mýrinni, sem var þarna rétt hjá og var mjög viðsjál bæði mönnum og dýrum. Leifur herti nú sprettinn. „Hjálp! Hjálp!“ heyrðist kallað rétt hjá honum. Skyldi þetta vera brennuvargurinn? hugsaði Leifur og varð ekki um sel. Hundurinn stóð við hlið hans og var rólegur. Þeir sáu móta fyrir einhverri þúst úti í feni rétt hjá. Það var ekki um að villast, þarna var einhver að berj- ast fyrir lífi sínu í botnlausu feninu. Leifur reif sig úr peysunni og skyrtunni, batt þær saman og skreið eins langt og hann þorði að dýinu og kastaði þaðan skyrtuermi út í fenið. Og skömmu seinna var sá f feninu kominn á fast land aftur. „Ó, þakka þér fyrir hjálpina,“ stundi hann, þegar hann var farinn að jafna sig. Leifur varð alveg undrandi, þegar hann áttaði sig á þvi, hver þetta var. Þetta var enginn ^annar en hann Jóhann, bezti vinur Leifs. „Jóhann! Hvernig stendur á því, að þú ert hér um há- nótt? Hvað ertu að gera? Þú ert þó varla brennuvargur- inn?“ „Hvað meinarðu?" hvíslaði Jóhann undrandi. Þá sagði Leifur honum frá atburðum næturinnar. „Brennuvargurinn hefur þá sloppið út úr höndum okkar," bætti hann við niðurdreginn. „Já, en guði sé lof, að þú bjargaðir lifl mínu, því þetta mátti ekki tæpara standa, ég var alveg að fara á kaf. Ég var á heimleið frá frænda mínum og ætlaði að stytta mér leið, og lenti of nærri fenjunum í myrkrinu." Þegar drengirnir komu heim til Leifs, höfðu menn, sem faðir Leifs hafði fengið sér til hjálpar, handsamað brennu- varginn. — En aldrei hefði Leifur getað trúað þvi, að svona mikið gæti gerzt á einni nóttu, bara af því að hann hafði lokað Trygg úti. Þýtt og endursagt. L. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.