Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 79

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 79
hvarf með þviHkum hraða ofan í krumma, að þau ináttu hafa sig öll við. Annað hvort voru maðkarnir of stórir, flugurnar of feitar, sumt var of stutt, annað of ioðið, en alit át krummi. Skyndilega kallaði Stubbur: „Nei, hættu, ég vil fá þennan maðk.“ „Bíddu!“ kallaði krummi, „ég verð að lykta af honum fyrst,“ en svo veinaði hann skyndilega upp yíir sig: „Mér er svo illt í maganum." „Það er nú ekki skrítið," sagði fugla- mamma, „eins og þú ert búinn að háma í ])ig. „Þú ert ekki frekar læknir en ég,“ sagði fuglapabhi og var nú orðinn reið- ur. „Burt með þig, þorparinn þinn.“ „Eru nú þetta þakkirnar fyrir, að ég læknaði son ykkar?“ emjaði krummi og flaug á brott. „Ég er svo svangur," kallaði Stubbur litli. Og nú fengu þau nóg að gera bæði pahhi og mamma, því að Stubbur litli át og át, það var hreinasta unun að horfa á, hvernig hann hámaði i sig. En nú urðu allir svo svangir við að horfa á Stuhb borða. „Það er rétt eins og krummi prakk- arinn liafi haft rétt fyrir sér, að hann hafi læknað þig, Stubhur litli," sagði pabbi hlæjandi. Þýtt. — H. T. Minnir þetta ykkur ekki á uppþvottinn á Landsmótinu í sumar? Hve margir borðuðu í þessum hópi, og hve margir slepptu súpunni? Jólaskórnir Ilitlum bæ i Suður-Frakklandi bjó gam- all og guðhræddur skósmiður. Hann bjó í litlu, lágu húsi, og fólkið í ná- grenninu kallaði hann gamla Martein. Það var aðfangadagskvöld jóla. Mart- einn gamli sat með stóru biblíuna fyrir framan sig og var að Ijúka við að lesa um fæðingu Jesú. „Bara að fyrsta jólakvöldið hefði nú verið í kvöld,“ hugsaði hann með sjálfum sér. „Ef Frelsarinn hefði verið nýfæddur, þá hefði ég getað veitt honum lotningu, og þá veit ég nú vel, hvað ég hefði gef- ið honum.“ Hann stóð upp og gekk að hillu, sem var á veggnum. Þar lágu fallegir, litlir skór vafðir inn í silkipappír. „Jú, einmitt þessa skó hefði ég gefið honum, ég hef sjálfur smíðað þá, og ég er viss um, að móðir hans hefði orðið glöð að eignast þá. — — Hvaða barna- skapur er nú þetta. Frelsarinn hefði víst ekki getað notað þá.“ Og hann brosti að sjálfum sér. Lítilli stundu síðar gekk hann til hvílu, og dreymdi þá að einhver hvísl- aði að honum: „Marteinn, þú varst nýlega að óska eft- ir því að sjá mig. Horfðu út á götuna á morgun, og þú skalt fá að sjá mig ganga fram hjá. En þú verður að vera á verði allan daginn, því ég gef mig ekki til kynna með neinum sérstökum hætti.“ Þegar Marteinn gamli vaknaði á jóla- dagsmorguninn, var hann alveg viss um, að hann myndi fá að sjá þann, sem hann dreymdi um nóttina. Hann þóttist þess líka fullviss, að hann myndi þekkja Jesú aftur, þegar hann færi fram hjá, því hann hafði svo oft séð mynd- ina af honum í kirkjunni. Sá fyrsti, sem Marteinn gamli sá á göt- unni var maður, sem var að sópa götuna, hann var alltaf við og við að berja sér og stappa niður fótunum til þess að halda á sér hita. „Veslings maðurinn," hugsaði skósmið- urinn. „Honum er þá svona kalt. Það er hátíðisdagur í dag, en hann verður samt að vinna sitt verk. Ég ætla að bjóða hon- um kaffisopa." Götusóparinn varð himinglaður yfir þess- ari vinsemd gamla Marteins. Nú voru liðnir nærri tveir tímar, en Marteinn' hafði ekki séð þann, sem hann vonaðist eftir að sjá. En þá kom ung kona eftir götunni. Hún var fátæklega klædd og hafði barn á handleggnum. Hún var föl á svip og veikluleg. Marteinn gamli komst við og sagði við hana: „Þú ert víst ekki alveg heilbrigð, kona góð?“ „Nei, ég er á leið i sjúkrahúsið. Ég vona, að þar verði tekið á móti mér og barninu mínu.“ „Veslingur," sagði Marteinn. „Hérna er brauðbiti, reyndu að fá þér svolítinn bita, barnið skal líka fá mjólkursopa. Láttu mig halda á telpuanganum á meðan þú hitar þér við ofninn. Ég átti einu sinni sjálfur lítinn barnunga, svo að ég skil þig vel. En hvað er þetta? Litla stúlkan hef- ur enga skó á fótunum." „Ég átti enga skó til að færa hana [,“ sagði konan. „Blddu svolítið, ég á hérna eina skó, sem ég held að séu mátulegir henni,“ 627
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.