Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 30

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 30
UNGVERJALAND Áður fyrr voru jólin haldin sem mikil kirkjuhátíð. Börnin fóru hús úr húsi klasdd kufli jesúbarns, fjárhirðis og hinna heilögu vitringa. Þau báru með sér lítið líkan af kirkju og jötu, sungu jólasálma og fengu sælgæti fyrir. Janos Kadar forseti tók sjálfur þátt í slíku, þegar hann var drengur. Hann var einn- ig kórdrengur í kaþólskri kirkju. En nú er hann fríhyggjumaður og heldur ekki jólin hátíðleg þeirra vegna — heldur fjölskyldunnar. Fólk gefur hvert öðru gjafir, borðar góðan ungverskan mat með víni, og má þá ekki gleyma þjóðardrykknum tokaja .. . BÚLGARÍA í Búlgaríu halda þeir, sem enn þá stunda kristnihald, uþp á aðfangadag sem jólahátíð. Og Simeon fyrrverandi konungur er miðdepill í slíkum hátíða- höldum meðal landflótta konungs- sinna í höll þeirri í Madrid, þar sem hann dvelur. En hin kommúniska stjórn landsins hefur gert nýárskvöld að há- punkti jólahalds. En auðvitað er þó látið kyrrt liggja, að hin stóru lúxus- hótel eru farin að halda upp á alþjóð- lega jóladaga vegna erlendra gesta. Þar koma fram jólatré og jólastjörnur og skraut eins og tíðkast í hinum vestræna heimi. Allt fyrir ferðamennina. En börnin bíða ekki lengur eftir heim- sókn heilags Basils. Nú er það „faðir Frost“, sem kemur með nýársgjafirnar. & /YK AUSTURRÍKI í Vínarborg hefst undirbúningur með opnun hins fræga ,,Christkindlmarkt“ (jólagjafamarkaður Jesúbarnsins) á torginu fyrir framan og umhverfis St. Bartholomew kirkjuna. Siður þessi er aldagamall. Fyrsti Christkindlmarkaður- inn var árið 1296, og síðan hefur þessi siður haldizt og verið aðalmiðstöð jóla- gjafaverzlunar Vínarbúa. Um 70 verzl- anir eru opnaðar þarna í lok nóvember, og í desember eru þær allar skreyttar með jólagreinum og marglitu Ijósa- skrúði. Þarna getur fólk fengið keypt alls konar leikföng, jólagjafir og jóla- skraut. Hér gefur að lita hina sérstæðu austurrísku Ijósastjaka hvílandi á herð- um smá skógarguða, er leika á flautu. Jesúbarnið og verndari barna, heil- agur Nikulás, sjá sameiginlega um að koma gjöfum til barnanna. Fyrstu jóla- gjafirnar fá börnin strax á Nikulás- kvöldið, sem er 5. des., þegar Nikulás og fylgdarsveinn hans, Krampus, heim- sækja austurrískar borgir. Nikulás kem- ur eins og frómur, gamall biskup. Auga- brúnir hans eru mjög þykkar, og hann hefur mjög sítt, hvítt skegg. Og það er hann, sem útbýtir gjöfunum. Kramp- us er svartur púki með langan hala og stóra, rauða tungu. Hann hefur hrís- vönd í hendi og stóra körfu á hand- legg. Hann danglar í sitjandann á óþekkum krökkum, en lætur þau óþæg- ustu í körfuna ef á þarf að halda. Þægu börnin fá gjafir frá Nikulási. Á jólakvöld kemur Jesúbarnið — Christkindl — svífandi af himnum nið- ur til jarðarinnar, en það er mjög sjald- gæft að nokkrum takist að sjá það. Meðan börnin standa í eftirvæntingu úti við gluggana og rýna út I kvöld- rökkrið til þess að reyna að koma auga á það, er kveikt á jólatrénu — og þeg- ar dyrnar inn til jólatrésins eru opnað- ar, hefur Jesúbarnið verði þar og lagt gjafir sínar undir tréð. í Austurríki er ekki til siðs að pakka jólagjöfunum inn, svo að allir geta strax séð, hverjar gjafirnar eru. SVISS í Sviss eru jólasiðvenjurnar mjög svipaðar og í Austurríki. Hátíðarundir- búningurinn hefst 6. desember á Niku- lásardaginn. I kaþólsku héruðunum er það biskupinn, sem kemur. ( mótmæl- enda héruðunum er það gamall maður í svörtum síðfrakka, sem kemur með gjafirnar. Hann hlýðir börnunum yfir kristinfræði, fyrirgefur þeim smásyndir þeirra og hlustar á kvæði, sem þau hafa sjálf gert honum til heiðurs. Svartur fylgisveinn hans talar um fyrir óþægu börnunum — hin fá hnetur, rúsínur, fíkjur, ávexti og heimabakað svissneskt kex með Nikulásar-höfði á. Nikulás hef- ur ekki alltaf tíma til þess að heilsa upp á öll börnin — en þá kastar hann sælgæti til þeirra inn um dyr eða glugga, — eða lætur í skíðaskóna þeirra, ef þeir eru framan við dyrnar! í sumum héruðum er hann nefndur Klaus og kemur ekki fyrr en á nýárs- kvöld eða 13. janúar í lok jólanna. Þannig eru dálítið breytilegir siðir í hinum mörgu kantónum Sviss. í Zurich er sérstakur jóla-strætó prýddur með jólaskrauti og jólasveinn sem ekur honum. í stórverzlununum getur fólk fengið ókeypis miða i þess- ar ferðir um borgina, sem eru mjög skemmtilegar, þar sem með vagninum er jóladama, sem leikur við börnin og les íyrir þau jólasögur. Þessir strætis- vagnar — þeir eru allmargir — stanza auðvitað frammi fyrir öllum stórverzl- ununum, þar sem mæðurnar geta, þeg- ar þær eru þúnar með jólainnkaupin, stillt sér upp og beðið eftir börnunum. Jólakvöldið er hátíð heimilanna. Kveikt er á jólatrénu, sem hefur lýs- andi stjörnu í toppnum, og á greinun- um hanga gylltar hnetur og marglitt sælgæti. Börnin hjálpa til við að skreyta jólatréð. Eftir jólakvöldmatinn, sem víðast er styrja og kalkún, koma svo margs konar tegundir af jólabakstri. V.-ÞYZKALAND Lubeck og Núrnberg eru aðal jóla- bæirnir í Vestur-Þýzkalandi. Undirbún- ingur hátíðarinnar hefst í báðum þess- um borgum með stórum jólamarkaði, 578
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.