Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 35

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 35
Ahrif áfengis Sigurður Gunnarsson 8. Hætta á sjúkdómum Neyzla áfengis getur valdið margs konar slysum, sem leiða til sjúkrahúsvistar um lengri eða skemmri tima, og oft til ör- kumla eða dauða. Er þá einkum átt við vinnuslys, umferðarslys o. s. frv. En einn- ig geta innvortis sjúkdómar og I einstaka tilfellum geðsjúkdómar verið afleiðing áfengismisnotkunar. Hörgulsjúkdómar, til dæmis hörgull á B-fjörvi, eru mjög al- gengir hjá ofdrykkjumönnum. Barka- og lungnasjúkdómar verða oftast miklu erf- iðari hjá drykkjumönnum en öðrum. Slím- himnurnar í koki, vélinda, maga og þörm- um skemmast. Misnotkun áfengis veldur einnig oft sjúkdómum í lifur, nýrum og hjarta. Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt, að drykkjumenn hafa lægri meðalaldur en þeir, sem ekki neyta áfengis. Öldum saman var áfengið mikið notað sem ,,læknislyf“. Nú á dögum notar lækn- isfræðin áfengið alls ekki sem lyf gegn sjúkdómum. Hins vegar er það mjög mik- ið notað sem tæki til að leysa upp efni, sem hafa læknisfræðilegt gildi. Af hvaða ástæðum skyldi mönnum hafa dottið í hug, að áfengið gæti hjálpað þeim gegn sjúkdómum? Vafalaust er það vegna þess, að áfeng- ið deyfir sársauka og óþægindi. Sjúkdóm- urinn er sá sami eftir sem áður, en hann er ekki eins erfiður, ekki eins kvalafullur. Það er sjúkdómsviðvörunin, sem hefur verið deyfð. Og raunin er oft sú, að sjúk- dómurinn verður erfiðari en fyrr. Þessi atburður gerðist fyrir 64 árum: Jarðskjálftinn I San Francisco að var snemma morguns þann 18. apríl 1906, sem öll San Francisco- borg skalf vegna mikilla jarðskjálfta. Við það gusu upp eldar viðs vegar um borgina, sem lögðu nákvæmlega 28.188 byggingar í rúst. Það má kallast guðs náð, að ekki létust fleiri en 452 menn í þessum hamförum. Borgin var aðeins 53 ára gömul, þegar þessi atþurður gerðist, en þá þegar töldust til hennar um 400 þúsund byggingar. Flestir borgarbúar sváfu vært, þegar fyrri jarðskjálftinn kom, enda var klukk- an ekki nema 16 mínútur yfir 5. Já, þeir voru reyndar aðeins tveir jarðskjálfta- kippirnir, og sá fyrri var afar harður og stóð yfir í tvær mínútur. Borgarbúar þustu á náttklæðunum út á göturnar skelfingu lostnir. Við þeim þlasti mikil eyðilegging. Elztu og veikbyggðustu húsin voru vitaskuld rústir einar og einnig mikið af nýreistum múrsteinshúsum. Og nýja ráðhúsið borgarbúa var orðin ólöguleg hrúga. Það hafði víst kostað um 7 milljónir dollara að byggja húsið. Fimm minútum eftir fyrri kippinn kom sá síðari. En þótt hann væri ekki nærri eins harður, lauk hann þó því verki fyrirrennara síns að eyðileggja mörg af stærstu hótelum borgarinnar. Skömmu siðar gusu svo eldar upp og héldu áfram eyðileggingunni. Engin tök voru á því að slökkva eldana, vegna þess að flestar vatnsleiðslur borgar- innar höfðu eyðilagzt í jarðskjálftunum. Af þeim sökum geisuðu í þrjá daga miklir eldar í San Francisco. Á laugardagsmorgni var lítið eftir til að brenna, og eldarnir dóu út. Og nú fyrst blasti eyðileggingin raunverulega við, það vár hræðilegt tóm í San Francisco. Nokkrum dögum síðar tók fólk að streyma inn í borgina með tjöld, peninga, mat og lyf. Á þriðjudaginn kom fyrsta hjálparsveitin með 1500 suðuáhöld, daginn eftir fóru svo hjálparsveiti,rnar að streyma að fyrir alvöru til aðstoðar hinum hrjáðu borgarbúum. Fyrstu tíu dagana eftir hamfarirnar var alls úthlutað 583
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.