Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 26
F Þegar fiðlunni var STOLIfl L ágir fiðlutónar hljómuðu frá íbúð fornsalans í einni hliðargötu Lund- únaborgar. Það var Jón litli son- ur fornsalans, er lék á gamla fiðlu, sem um tíma var búin að liggja I birgðageymslu verzlunar föður hans. Faðir Jóns litla hlustaði með andakt á tónlistina — og þegar drengurinn var búinn með lagið, sagði hann: — Húrra, Jón, þetta var vel gert hjá þér. Ef þú fengir góða kennslu og góða fiðlu til að leika á, yrðir þú mjög góð- ur tónlistarmaður. Jón litli andvarpaði. Stærsta ósk hans var sú að verða tónlistarmaður, en faðir hans var fátækur og gat ekki kostað slíka menntun sonar síns. En faðir Jóns var mikill tónlistarunnandi og áður vel þekktur fyrir að leika vel á fiðlu. Maður nokkur hafði numið staðar úti á götunni fyrir framan forngripa- verzlunina. Hann hafði heyrt fiðlutón- ana, og það hafði leikið blítt bros um andlit hans, meðan drengurinn litli lék á fiðluna. Maðurinn hélt á fiðlukassa I annarri hendinni, og þegar fiðlutón- arnir heyrðust ekki lengur, gekk hann inn í verzlunina. — Viljið þér kaupa fiðlukassa? spurði hann föður Jóns. Faðir Jóns tók fiðluna upp úr kass- anum og athugaði hana góða stund. — Augnablik, sagði hann síðan og gekk bak við. Hann hvíslaði í flýti að Jóni: r r — Náðu í lögregluna. Það er maður inni í búðinni, sem vill selja fiðluna hans Paganinis — þú veizt, snillings- ins, sem einmitt núna er I heimsókn hér í borginni. Maðurinn hlýtur að hafa stolið fiðlunni. Ég þekki hana svo vel — már hefur verið sagt svo mikið frá henni. Jón hljóp þegar af stað og kom að vörmu spori aftur með lögregluþjón. — Takið þennan mann fastan, sagði faðir Jóns rólega, — hann hefur stolið fiðlunni hans Paganinis. Maðurinn með föla andlitið hló. — Það er ég, sem er Paganini, útskýrði hann rólegur. — Ég heyrði fiðlutóna, þegar ég gekk hérna um, og þessir fiðlutónar vöktu athygli mína. Aðeins til þess að komast f kynni við þann sem lék bauð ég þér fiðlukassann minn. — Er það alveg satt, eruð þér Pag- anini? spurði lögregluþjónninn ruglað- ur. — Já, það er alveg satt, sagði mað- urinn. — Ég hef reyndar enga papplra á mér, sem geta sannað, hver ég er. Hins vegar get ég það með þessari. .. Hann tók fiðluna upp úr kassanum á ný. Því næst lék hann með leyndar- dómsfullu brosi hið fræga lag Pagan- inis ,,Galdradansinn“ á svo snilldar- legan hátt, að Jón, faðir hans og lög- regluþjónninn gleymdu bæði stund og stað. Þegar lagið var búið, stundi fað- ir Jóns: — Fyrirgefið mér, meistari, þér er- uð svo sannarlega Paganini. — Og þér þekkið vel fiðlur, sagði hinn mikli shillingur og brosti enn. — En hver var það, sem lék á fiðlu, þeg- ar ég átti leið hér hjá? Jón litli gaf sig feiminn fram. — Þú hefur mikla hæfileika, litli drengur, sagði Paganini. — Ég vil gera mikið fyrir þig. Og fiðlusnillingurinn mikli, hinn frá- bæri Paganini, sá sannarlega um, að Jón litli hlaut menntun hjá góðum tón- listarmanni, svo mikla sem hann vildi fá. Og Jón varð viðurkenndur tónlistar- maður, en oft minntist hann síðar á ævinni „stolnu" fiðlunnar hans Pagan- inis. Axel Bræmner. fanga, drógu hann m'eð sér í böndum áleiðis til þorps Monga, en létu félögum sínum eftir að berjast við hina hvítu óvini. Er þeir komu að þorpshliðinu, sáu verðirnir, að fangi var með í förinni og tóku að æpa og kalla inn í þorpið. Kom þá stór hópur kvenna og barna hlaupandi. Nú hófust pyndingar á franska hermanninum, sem ekki verður með orðum lýst. Föt hans voru rifin, og hann var barinn og klóraður. En Frakkinn gaf ekkert hljóð frá sér. Hann bað skapara sinn í hljóði um það, að hann mætti fá að deyja sem fyrst. En dauðinn, sem hann bað um, lét á sér standa.- Hermennirnir ráku brátt konurnar og börnin á brott frá fanganum. Þeir vildu nota hann til betri skemmtun- ar og létu sér nægja að æpa að honum og hrækja á hann. Þegar þeir komu inn í miðju þorpsins, bundu þeir D’Arnot við staur einn, sem ætíð var notaður við slík tækifæri. Talið var, að enginn hefði enn sloppið lifandi lrá þeim staur. Konurnar fóru til kofa sinna til þess að sækja potta sína og vatn, en aðrar kveiktu upp 'elda á nokkrum stöð- um. Búizt var við fleiri föngum og mikilli hátíð, þegar hinir hermennirnir kæmu heim. Beðið var með nokkurri óþreyju hermannanna, sem voru að berjast, en þeim dvaldist alllengi, svo að mjög var orðið áliðið, þegar allir voru loks komnir og dauða- dansinn kringum Frakkann gat hafizt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.