Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 28

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 28
PORTÚGAL — Feliz Natal e boas festas! Þetta ávarp heyrir maður hvarvetna í Portúgal, þegar líða fer að jólum . . . — Gleðileg jól og góða hátíð! Þetta sama ávarp heyrir maður á mörgum tungumálum viðsvegar um Evrópu, þar sem jólin eru haldin hátíðleg. En þau eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð I Portúgal eins og annars staðar. í Porlú- gal hefur það verið siðvenja um marg- ar aldir að fjölskyldan safnast saman um hin stóru eldstæði þeirra, ,,lareira“, þar sem undirbúningur hefst að matar- þætti jólanna. í sveitum landsins er það siður að steikja jólagrisinn I heilu lagi á langri stöng yfir eldinum. Soðið er mikið magn af eggjum ásamt hrís- grjónum I jólaréttinn ,,arroz doce". Börnin hlakka til að fá ,,broas“, sem er sérstök gerð af hunangsbrauði. Jóla- kakan „emþadas" og draumakakan „sonhos" þykja einnig sjálfsagðar (sonhos þýðir draumur) og kakan köll- uð það vegna þess að hún er mjúk, hol að innan og sæt á bragð. „Filhos“ og „rabanados" eru bragðgóðar sýr- óps- og hnetukökur. Heimilin eru skreytt með mislitum pappírsstrimlum. Lítil tréjata, „pre- sépio", gegnir sama hlutverki hjá Portúgölum eins og jólatréð hjá okkur. Sjálf jólin hefjast með miðnætur- messunni, „Missa do Gallo", jólanótt. „Hana-messan“ er hún einnig nefnd, því álitið er, að allir hanar i Portúgal gali þá samstemmdir. Allir Portúgalar telja það skyldu sína að fara til hana- messunnar, og hátíðinni í kirkjunni lýk- ur ávallt með því, að söfnuðurinn hóp- ast umhverfis kirkjujötuna, þar sem presturinn ber fram brúðu, Jesúbarnið, svo að allir geti kysst hana. En kór- drengur fylgir prestinum eftir með silkiklút og þurrkar brúðuna eftir hvern koss. Síðan er haldið heim til hinnar glæsi- legu máltíðar jólanæturinnar, en hún heíst með því að borin er fram „caldo verde“ — sérstök jólasúpa soðin úr káli. Henni er skolað niður með uppá- haldsvini Portúgala, hinu græna „vinho verde“. Að lokinni máltíðinni er farið að hátta. Allir skilja annan skó sinn eftir við eldstæðið. Að morgni finna menn svo einhverja gjöf í skónum sínum. Og það er Jesúþarnið, sem þá hefur verið á ferðinnl. SPÁNN Allan daginn er troðfullt af fólki á markaðstorginu, þrátt fyrir hita eins og á sumardegi. Það eru keypt blóm og trjágreinar — lifandi smágrísir og kal- kúnar. Verzlanirnar eru opnar langt fram á kvöld. Hátíðarskapið er eins og heima hjá okkur á nýársdag. Um miðnættið setja menn upp pappírs- hatta og. nef, blása i horn og pípur og gera hávaða. Inn á milli fá menn sér pylsur og drekka kampavín, saltað- an humar, hvítvín og snigla, steikta kalkúna og rauðvín, rjómaís og ávexti. Menn slöngva pappírsstrimlum og kasta pappírskúlum með konfekti í. Allir óska hver öðrum „Feliz navidad". Hátíðin stendur langt fram eftir nóttu. Á jóla- dag hvíla menn sig og snæða heil- steikta smágrísi og kalkúna. Á nýárs- kvöld er aftur sama hátíðin eins og á jóladag. Um miðnættið hringja allar JÓLIN eru dálítið breytileg. En með árum og öldum hafa myndazt svipaðar siðvenjur í flestum Evrópulöndum — þó halda menn ekki jólin á sama hátt í Lissabon, Riga og Aþenu eins og í Reykjavík, London eða Varsjá. Eitt er þó sameiginlegt öllum Evrópuþjóðum, kristnum eða ekki kristnum — og það er sjálf gleðin við jólahaldið, hvaða merkingu sem menn leggja í það . .. 576
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.