Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 23

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 23
JOLA- kötturinn Eftir Lilju Bergþórsdóttur. Það er langt liðið á aðfangadaginn, veðrið stillt og snjór yfir öllu, reglulegt jólaveður. Húsfreyjan á bænum er að leggja síðustu hönd á jólaundirbún- inginn og heimilisfólkið er komið í jólaskap, allir nema einn. Lítil telpa kemur út úr bænum, hún staldrar við og skimar í kringum sig, en hleypur síðan yfir hlaðið í átt til fjóssins. Henni tekst að opna hurðina og smeygir sér inn i dimmt fjósið, en hún er þarna kunnug og ratar beina leið upp í básinn til kálfsins. Kýrnar tvær héldu áfram að jórtra í mestu makindum þrátt íyrir þessa truflun, en kálfurinn ætlaði fyrst að standa upp, en hætti við það, því að hann þekkti telpuna vel. Hún grúfði sig niður að honum og grét hljóðlega dálitla stund, svo leit hún upp og horfði beint út um gluggaboruna, sem hafði verið hreinsuð í tilefni jólanna. Telpan kom auga á skín- andi stjörnu hátt uppi á himninum. Þessi stjarna var miklu skærari en allar hinar stjörnurnar. Þetta er -áreiðanlega stjarnan hennar mömmu, hugsaði telpan, skyldi mamma vera að horfa niður til hennar einmitt nú á þessu augna- bliki? Af hverju þurfti mamma að deyja frá henni svona ungri, og svo var hún sveitarómagi, af því að hún var of ung til að vinna fyrir sér. Nú fékk hún engin ný föt fyrir jól- in og færi svo auðvitað í jólaköttinn. Ef það var nokkuð, sem telpan óttaðist, þá var það jólakötturinn. Hún grúfði sig aftur niður að kálfinum og grét með þungum ekka, hinum sára og vonlausa gráti einstæðingsins. Allt f einu baulaði kálfurinn lágt, það varð til þess, að telpan fór að strjúka honum og tala við hann, þá gleymdi hún sínum eigin áhyggjum um stund. „Hvað verður um þig Skjalda litla, verður þú hér á næstu jólum eða verður kominn annar kálfur á básinn þinn? Þú hefur engar áhyggjur af því, en liggur og jórtrar i ró og næði.“ Nú var rjálað við hurðina og hún opnaðist. Jólakötturinn! Telpan varð lömuð af skelfingu, hún gat hvorki hljóðað né hreyft sig. En það var ekki jólakötturinn, sem inn kom, það var hún Gudda gamla fjósakona, og hana þekkti telpan að góðu einu. ,,Ég vissi, að þú værir hérna, hrófið mitt,“ sagði hún. „Líttu á, hvað ég hef hérna handa þér, eru þessir vettling- ar ekki mátulegir á þig og þessir sokkar líka? Þér verður ekki kalt í þessu. Manstu, þegar ég bað þig að gefa mér hagalagðana þína í sumar? Þarna eru þeir komnir til þín aftur.“ Gamla konan strauk hrjúfri hendi sinni um vanga telpunnar og hélt áfram: „Það þýðir ekkert að vola i þessum heimi, við verðum bara að herða upp hugann og standa okkur vel. Það hafa komið þau jól, að ég hef enga nýja flíkina fengið og lifi góðu lífi samt. Það er mesti óþarfi að vola út af svoleiðis smámunum. Þú ert hraust og dugleg og mátt aldrei láta hugfallast, því ef þú gerir það, verður þú sjálfri þér og móður þinni, sem nú er á himnum, til skammar. Nú fer senn að verða heilagt og komdu inn með mér. Ekki skaltu óttast jólaköttinn, enginn þarf að vera hrædd- ur, sem alltaf breytir eftir beztu vitund.“ „Ó, þakka þér fyrir þetta allt, Gudda mín,“ sagði telpan og kyssti á hrukkótta kinn gömlu konunnar, „ég var svo voðalega hrædd við jólaköttinn." Það var ótrúlegt, að þetta var sama konan, sem fyrir lítilli stundu hafði strokið svo blíðlega um vanga telpunnar og í haust hafði hrist Finn smalamann óþyrmilega til fyrir að stríða henni. Hún hefði átt að leita strax til Guddu með vandamál sitt í staðinn fyrir að fara út í fjós og gráta. Þær buðu kúnum og kálf- inum gleðileg jól, áður en þær fóru út úr fjósinu. Telpan sneri sér við, áður en þær gengu inn í bæinn, og veifaði til stjörnunnar sinnar og hvíslaði: „Gleðileg jól, mamma mín, ég skal standa mig, því lofa ég.“ Löngu síðar sigldu hin stóru seglskip, sem fluttu ull frá Ástralíu til Englands um þetta sund, [ stormum og stórsjóum, og síðasta fræga siglingin um þessi hafsvæði er, þegar Sir Francis Chichester sigldi hér einsamall á skútunni sinni, Gipsy Moth 4.“ Villi varð mjög hrifinn af öllu því, sem hann sá og heyrði, og í sama mund sá hann nokkra hvali koma í Ijós í sjóskorpunni. Sér til mikillar undrunar sá hann, að forystuhvalurinn breytti allt í einu um stefnu og stefndi beint að snjóþakinni smáeyju þar skammt frá, og án þess að draga nokkuð úr sundhraðanum synti þessi stóra skepna beint upp á land og lá þar síðan hreyfingarlaus. „Það var torfa af dráphvölum, sem elti búrhvelið,11 útskýrði sjómaðurinn. „Það kemur nokkuð oft fyrir, að hvalir haga sér þannig. Sjáðu til, fyrir milljónum ára voru hvalirnir landdýr, og ég gæti trúað, að þegar þeir verða fyrir slíkum árásum, sé einhver hugsun á bak við, sem dregur þá til sinna uppruna- legu heimkynna. En vertu alveg rólegur, skipstjórinn lætur ekki hvalinn deyja þarna af sjálfum sér.“ „En hvernig getið þið komið honum aftur í sjóinn?“ „Vertu bara rólegur, við skulum sjá til,“ sagði sjó- maðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.