Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 31

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 31
sem dregur fólk víðsvegar að. Magnið og fjölbreytnin í sælgætisvörunum í Liibeck er alveg gífurleg. Og leik- fangaúrvalið f Niirnberg er jafnstórkost- legt. Á flestum heimilum er beðið eftir heimsókn heilags Nikulásar og Knecht Ruprecht. Biskupinn með langa, hvíta skeggið og milda brosið er klæddur í rauðan kufl og er með poka á bakinu fullan af gjöfum. Ruprecht hefur hrís- vöndinn með sér til þess að banka I aumingja óþægu börnin í nágrenninu. Þýzkar húsmæður hafa mikið dálæti á karfa — en það verður að vera feitur og fallegur karfi — og í eftirmat rús- ínuköku — en síðan fylgir Lubeck-sæl- gæti og „sófafjaðrir", tommuháir sþír- alar úr kökudeigi, möndlum og drop- um frá hinu gamla Adler-apóteki. Og svo ríkir sá góði siður i V.-Þýzkalandi, að óheimilt er að krefja eftirstöðvar skatta íyrir jólin — og öll skattinn- heimta bönnuð frá 15. desember til 15. janúar! A.-ÞÝZKALAND Þar eru jólin haldin hátíðleg eins og í gamla daga. Dresden er aðal jóla- borgin. Hinn frægi Dresdenar drengja- kór heldur aðventuhljómleika, og 3600 Ijós lýsa frá hinu stóra jólatré, sem reist er á Altmarkt torgi og varpar birtu yfir óteljandi jólabasara í ná- grenninu, þar sem jólaverzlunin er kom- in í fullan gang. Alls staðar eru mis- munandi stór jólatré með Ijósum og skreytingum. Strax í nóvember fara húsmæðurnar áð undirbúa jólabakst- urinn, einkum til þess að hin hefð- bundna ,,Stollenbacken“-kaka verði til- búin tímanlega. Bakararnir sjá varla fram úr vinnunni við að baka „Dres- denes Weinachtsstollen". Það eru flutt út um 20.000 stykki af þeim til ýmissa landa. Enginn Austur-Þjóðverji saknar jólanna, þegar þeir hafa þessar góm- sætu „stollen" úr þungu gerdeigi með rúsínum, súkkati, möndlum og flór- sykri stráð yfir. Og það þurfa að vera minnst 12 mismunandi „stollen" á borð- inu til þess að jólaþorðið sé fullkomið. RÚSSLAND Um langt skeið hefur verið reynt að fella jólahaldið úr sið, og enda þótt það hafi ekki tekizt, er nýárshátíðin hin raunverulegu tímamörk jólahátíðarinn- ar. í heiðni, áður en kristni var lög- tekin, héldu menn i Rússlandi hátíð til dýrðar Kolyada, sem var gamall sólguð — einmitt á jóladag. Og jafnvel lengi eftir að Rússar voru orðnir kristnir, var það siður, að ung stúlka klædd í hvítan skrúða sem snjódrottning æki i sleða milli húsa, og í fylgd með henni ungir sveinar sem sungu og kynntu hana sem Kolyada. Síðar tóku prestarnir upp samkeppni við þennan sið og fóru sjálfir akandi í sleðum milli heimila til þess að veita blessun sína vegna jesúbarnsins. Við aðal jólahátíðina var stillt stórri skál á borðið með ýmiss konar minja- gripum, sem breitt var yfir. Heimilis- fólk og gestir áttu síðan hver á eftir öðrum að stinga hendinni ofan í skál- ina og finna sér einhvern minjagrip, sem síðan átti að vera verndargripur allt árið. Nú á tímum kalla Rússarnir jólin „vetrarhelgidaga" og halda þau hátið- leg með jólatrjám og skrauti. Snjó- drottningin og Frosti afi koma í heim- sókn til hinna stóru barnaskemmtana í rússneskum bæjum og borgum, leika sér við börnin og gefa þeim gjafir. Kaviar og kampavín þykir sjálfsagt við nýárshátíðahöldin, sem eru aðal- skemmtun hinna fullorðnu. Kalkún í sérrýsósu var einu sinni aðalrétturinn á hinu rússneska jólaborði — hjá þeim, sem höfðu efni á slíku. Og nú er þessi siður aftur að komast í tízku. Vetrarhátíðin á að vera gleði- hátíð jóla og nýárs, eins og hún var í gamla daga. Það er aðeins Jesúbarnið og hinir trúarlegu þættir, sem hafa ver- ið felldir burtu. En ennþá verður þó vart smáhópa trúaðs fólks, sem fer f skrúðgöngu berandi á milli sín tilbúna tréjötu milli heimila og syngur jóla- sálma. EISTLAND, LETT- LAND og LITHÁEN í þessum löndum er enn haldið fast við hina gömlu jólasiði. Jólasveinninn og snjódrottningin koma á jólaskemmt- anir og í fylgd þeirra hvitklædd börn, sem eiga að tákna snjódrifu og léika ýmsar danslistir. í Litháen eru ýmsir siðir hliðstæðir við það, sem er í Pól- landi. Kristið fólk í Litháen er kaþólskt. Karfi og annar fiskur tilheyrir jólaborð- inu. Jólatré er skreytt og bakaðar kök- ur fylltar með ávöxtum og sultu. Ýmsar skrautmyndir og stjörnur úr tré eru hengdar í loftin, við glugga og dyr. FINNLAND Á jóladag fara allir i sauna (gufu- bað), áður en lútfiskurinn og jólaskink- an eru borin á borð. Og þar eins og á hinum Norðurlöndunum er haldið við siðnum með möndluna i jólagrautnum og möndlugjöf handa þeim, sem hana finnur. Drukkið er sérstakt jólaöl með matnum, og síðan er dansað og sungið, þar til högg á hurðina gefa til kynna, að joulypukki — jólasveinninn — sé á ferðinni. Ef jólasveinninn kemur sjálf- 579
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.