Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 56

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 56
 7Nú vildi svo til, að malari nokkur reið þar fram hjá ein- mitt í sama bili, sem mamma Tuma hellti úr skálinni. Mal- arinn var glaðsinna maður og hafði komið syngjandi eftir veginum, en af því að hann var farinn að þreyt- ast, hallaði hann höfðinu dálítið aftur á bak, lygndi aftur augunum og geisp- aði og gaþti ákaflega rétt í því bili, sem hann var neðan undir glugganum, og vildi þá einmitt svo til, að góð gusa af hraeringnum, með Tuma i, lenti í munninum á malaranum og fór alla Ieið neðst niður í kok á honum, viðstöðulaust. Malarinn varð svo forviða af öllum þessum ósköpum, að hann var kominn spölkorn fram hjá húsinu, áður en hann kom til sjálfs sín og gat áttað sig á því, hvaðan þessi vellingur kom. En hann setti þetta ekki fyrir sig, heldur hreinsaði á sér munninn og ætlaði að halda áfram að syngja. En þegar hann byrjaði aftur, fannst honum einhver kökkur vera í hálsinum á sér. Hann reyndi að byrja hvað eftir annað, en kom ekki uþþ einu bofsi. Það var alltaf eitthvað I hálsinum, sem lokaði fyrir hljóðin. En hann átti skammt til myllu sinnar, sem stóð á ár- bakka rétt hjá. Hann var ákaflega skelkaður og hélt, að hann hefði tekið einhver annarleg veikindi, sem enginn hefði fengið áður. Hann háttaði sig því upp í rúm og sendi eftir fimm læknum. Þeir komu allir fimm, en enginn þeirra vissi, hvað að honum gekk. Þeir skoðuðu upp í hann, tóku á slagæðinni og hristu höfuðin. En vesalings Tuma hafði liðið af- skaplega illa allan þennan tíma, því það fór mjög illa um hann. Hann var að reyna að klifrast upp úr hálsinum á malaranum, til þess að komast burt þaðan, en þar var nokkuð sleipt og illt að fá fótfestu, og það tók langan tíma að komast alla leið upp á tungu- rætur. En rétt þegar fimmti læknirinn var að skoða upp í malarann slapp Tumi upp úr kverkunum. Nú var hann slituppgefinn og æpti hástöfum. „Mamma mln, mamma m(n!“ „Hamingjan hjálpi mér, hvað í ósköp- unum er þetta?" sögðu allir fimm lækn- arnir í einu hljóði og gláptu hver fram- an í annan. Þeir drógu borð að rúm- stokk malarans og settust allir við það þögulir og merkilegir og horfðu á malarann og hver á'annan. Nú var malarinn orðinn leiður á þessu og hann fór að óska sér, að þeir kumpánar gerðu annað hvort að lækna hann eða fara í burt, og fór að geispa af leiðindum. Þá var Tumi ekki seinn á sér, og áður en malarinn gæti lokað munninum aftur eftir geispann, stökk hann til á tungunni og henti sér út úr munninum á honum og kom standandi niður á borðið við rúmið. „Hver undur og ósköp eru þetta," sögðu allir læknarnir. En malarinn var heiftarreiður yfir því, að þetta mann- kríli hafði gert honum þessi óþægindi og veikindi, svo að hann greip Tuma og þeytti honum út um gluggann áð- ur en læknarnir voru búnir að átta sig á undrum þessum. 8Mylla malarans var vatns- mylla, og áin, sem fram hjá rann, sneri hjólinu, sem hreyfði kvörnina sem kornið mól. Þetta var vatnsrnikil á og full af silungi. Nú hittist svo á, þegar Tuma var þeytt út um gluggann á höfuðið í ána, að þar synti í sama bili fram hjá afar- stór silungur, feitur og fallegur. Og hann var glorhungraður, því að hann hafði ekki náð sér svo miklu sem einni flugu langa lengi. Þegar hann sá nú Tuma koma til sín þarna i loftinu, gapti hann eins og hann gat og hélt, að þar færi afarstór fluga, og gleypti hann rétt þegar hann var að komast í vatnið, alveg eins og hvalurinn fór að við Jónas. Þessum stóra silungi þótti þetta þó ekki nóg máltíð handa sér, svo að hann synti að hinu landinu til að leita að fleiri flugum og sá þar eina, 604
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.