Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 94
ÞJOÐIR HEIMSINS
Ávaxtarækt er mikil í landinu. Eink-
um er þó ræktað mikið af hinum frægu
Jaffa-appelsínum. Árið 1968 var heild-
aruppskera þeirra 1.300.000 smálest-
ir. Þar af voru 213.000 smálestir fluttar
til Bretlands.
Olífur eru einnig ræktaðar á vissum
svæðum. Úr þeim eru unnar olffuolíur
og efni til sápugerðar.
Tóbaks- og baðmullarjurt eru rækt-
aðar í allríkum mæli og mikið af kart-
öflum bæði sumar og vetur. Þá eru vín-
ber ræktuð töluvert mikið, þó að marg-
ar af vínberjaekrunum gömlu í grennd
við Jerúsalem hafi verið eyðilagðar
vegna þess, að Múhameðstrú bannar
íylgjendum sínum neyzlu áfengra
drykkja.
ÍSRAEL
Meðal helztu borga I ísrael eru Tel
Aviv, Jaffa, Haifa, Ramat Gan og Beer-
sheba. Háskóli er í Tel Aviv og einnig
( Ramat Gan.
Skólaskylda er í israel fyrir öll börn
á aldrinum 5—15 ára. Ákveðið er með
lögum, að ungt fólk 15—18 ára geti
lokið almennu námi samhliða arðbæru
starfi.
Aðalhafnarborgir ísraels eru Haifa,
Acre, Ashdod og Tel Aviv. f Eilat, sem
er við Rauðahafið, er einnig höfn, sem
lokið var við árið 1965.
Dauðahafið er 393 fermllur að flatar-
máli og mesta dýpi þess er 1309 fet.
Það er 1286 fetum neðan við sjávarmái
og er svo salt, að menn og dýr fljóta
I því eins og korkur.
Flestir ísraelsmenn ganga nú I sams
konar fatnaði og Evrópumenn. Þó eru
enn til gamlir þjóðbúningar, sem sum-
ir nota við viss tækifæri.
ísrael er frjósamt land, og þar sem
loftslagið er mjög hlýtt en nokkuð
breytilegt, er ræktun fjölþætt og upp-
skeran því af ýmsu tagi.
Karl og kona i ísraelskum þjóðbúningi.
Aðaliðngreinar ísraelsmanna eru
vefnaðarvöruiðnaður, plastiðnaður alls
konar og margt fleira.
Höfuðborgin I israel er Jerúsalem.
Jórdanía og ísrael stjórnuðu hvort sín-
um hluta hennar til ársins 1967. En
eftir sex daga strlðið fræga það ár,
tóku ísraelsmenn alla stjórn borgarinn-
ar I sínar hendur.
Damaskus-hliðið í Jerúsalem.
i hugum Gyðinga, Múhameðstrúar-
manna og kristinna manna er Jerúsal-
em heilög borg, og þar eru margir heil-
agir staðir, sem tilheyra fylgjendum
allra þessara trúarbragða.
Borgin er I 2000 feta hæð yfir sjávar-
máli, miðað við Miðjarðarhaf, og I 33
mllna fjarlægð frá því. Hún er I 3850
feta hæð yfir Dauðahafi og I 15 mílna
fjarlægð frá því.
i rauninni er nú um tvær borgir að
ræða: hina gömlu Jerúsalem og hina
nýju, og það er mikið djúp milli hins
gamla og nýja.
f hinum kristna hluta gömlu borgar-
innar er Kirkja hinnar heilögu grafar.
Hún var reist árið 335 e. Kr. Og þar
eru margir aðrir heilagir staðir tengdir
llfi meistarans frá Nazaret.
ísrael er lýðveldi I Vestur-Asíu og
nær á stórum hluta að Miðjarðarhafi
að vestan, en aðeins iitlu svæði að
sunnan að Rauðahafi (Akabaflóa).
Löndin, sem að þvl liggja, eru þessi:
Libanon að norðan, Sýrland að norðan
og austan, Jórdanía að austan og
Sínaískagi (hluti Egyptalands) að vest-
an og sunnan.
642