Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 54

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 54
egar ég skrifaði ykkur síðast, vor- uð þið að koma vetrarleiktækj- um ykkar í lag. Þessu er að sjálf- sögðu lokið, og þið hafið átt ma'rgar ánægjulegar stundir við leiki og nám. Það er sorglegt, hvað mörg börn hafa lent í umferðarslysum og öðrum óhöppum síðustu mánuðina. í sept- embermánuði urðu t. d. 10 börn fyrir bifreiðum í Reykjavík. Einnig hafa orð- ið slys á svokölluðum snjóþotum, en þessi tegund sleða virðist vera í tízku um allt land. Að hanga aftan í bílum er stórhættulegt, og af því hafa oft orðið slys. Snjókast veldur einnig oft slysum, auk þess er það mikil ókurteisi að kasta snjókúlum í fólk, bíla, hús eða götuljós. Þau börn, sem gera þetta, hugsa trúlega ekki um það, hvað þetta er alvarlegt athæfi eða hver greiði skað- ann, ef illa fer, en að sjálfsögðu eru það foreldrar þeirra. Árlega eru t. d. brotin götuljós fyrir tugþúsundir króna. Reynið ætíð að gera það, sem er rétt og ykkur til góðs. Eitt af þvi er að læra umferðarreglurnar. En það er ekki nóg að kunna þessar reglur, það sem skiptir mestu er að fara alltaf eftir þeim. Ef þið gerið það, eruð þið að tryggja ykkar eigið öryggi, en um leið eruð þið að sýna, og raun- verulega að kenna öðrum, hvernig eigi Alltaf er vel þegið, þegar öldruðum er hjálpað yfir götu. að haga sér í umferðinni. Kannski eruð þið méð því að koma í veg fyrir, að litli bróðir eða litla systir lendi í slysi. Grundvallarreglur umferðarinnar eru í sjálfu sér mjög einfaldar, en skipta þó meginmáli, jafnt fyrir yngsta veg- farandann sem hinn elzta. Enginn get- ur komizt örugglega áfram i umferð- inni, og reyndar ekki í lífinu, ef hann brýtur þessar reglur. Að lokum skulum við enda þetta rabb með stuttri sögu, sem gerðist fyr- ir mörgum árum. Þá var ekki búið að finna upp olíukyndingu eða hitaveituna, en kol voru notuð til að hita húsin og til að elda matinn. Bjartmar á Klifi var orðinn gamall og þreyttur, en samt vann hann meðan kraftar leyfðu. Hann átti heima í litlu þorpi og vann við að flytja kol í húsin. Til þess að komast í hinn enda þorps- ins með kolin, sem hann flutti á hjól- börum á sumrin en dró á sleða á vet- urna, þurfti hann að fara upp bratta brekku, sem var raunar alltof erfið fyr- ir gamla manninn. Það var nokkru fyrir jól, að Bjartmar var að draga sleðann upp brekkuna, eins og svo oft áður. Klukkan var um fimm og komið myrkur, veðrið var gott, talsvert frost og stjörnubjartur himinn. Frissi fyrirliði og nokkrir aðrir strák- ar voru úti að leika sér. Er þeir sjá Bjartmar rogast upp brekkuna með sleðann, setjast þeir allir á hann, svo að gamli maðurinn komst ekkert áfram. Þetta léku þeir hvað eftir annað, og var Frissi forsprakkinn eins og alltaf áður. Hann var kallaður „fyrirliði", af því að hann fékk hina strákana til að striða Bjartmari og gera ýmis önnur þrakkarastrik. Rétt í þessu kom Palli í Þálshúsi út að leika sér. Hann var búinn að læra og hefur sennilega vandað sig betur við námið en hinir strákarnir. Palli var góður drengur, og þegar hann sá, hvað strákarnir voru að gera, / spurði hann þá hvort þeir skömmuðust sín ekki fyrir að vera að hrekkja gamla manninn, og vitið þið ekki, að stjörn- urnar á himninum eru augu guðs, og hann sér, hvað þið eruð vondir strák- ar. Og þegar stjörnuhröp koma, eru það tár guðs, og hann er að gráta út af því, hvað þið eruð vondir. Mamma sagði þetta, sagði Palli. , 602
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.