Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 27

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 27
Ölanarífuglinn J)éíur ósefína lá í rúminu og hóstaði, því hóstafaraldur gekk í bænum. Nýlega var magainflúenzufarald- ur, en hósti er betri, og svo fær maður brjóstdropa á sykurmola. Þegar pabbi kom inn til Jósefínu, lá hún og fletti annars hugar í myndablað- inu „Stef hjartans“, en pabbi tók það frá henni og stakk upp á Andrési Önd í staðinn. Síðan tók Jósefína utan um hálsinn á pabba, maður verður að muna eftir þvi, þegar maður er veikur, og sagði mjúkri röddu: — Það er svo einmanalegt og leið- inlegt hérna, pabbi. — Það verður skemmtilegra næsta sunnudag, sagði pabbi. Þá íærðu að hjálpa mér við heimilisstörfin. Við opn- um tungudós og kaupum rjómakökur í eftirmat. — Ég vil fá dýr. — Sama sagan enn. Þú átt dýr, hugsaðu heldur eitthvað um það. — Æ, hundur, það er nú ekkert. — Þú veizt, hvað mamma hefur sagt. — Það ert þó þú, sem ræður. — Við erum sammála, hvað þetta varðar. Hve mörg dýr hefurðu eigin- lega átt? — Já, en nú vil ég fá eitthvert dýr, sem ég hef ekki átt áður. — Lítinn kóp í baðkerið kannski? Eða vetrarhéra, svo að hundurinn hafi eirihvern að leika sér við? Jósefína tók enn einu sinni utan um hálsinn á pabba og hvíslaði: — Kanarífugl. — Kemur ekki til mála, sagði pabbi, hringdi á leigubíl og ók til dýraverzl- unarinnar. Þar tók afgreiðslustúlka á móti með smábrosi, og pabbi sagði: — Eru til kanarifuglar? Þetta var ástæðulaus spurning, af því hann gat vel séð sjálfur, að það voru mörg hundruð kanarífuglar í búðinni. — Já, svaraði afgreiðslustúlkan, við höfum dásamlega kanarífugla. Á það að vera par? — Nei, það á bara að vera einn. — Það verður dálítið einmanalegt, sagði afgreiðslustúlkan. — Dóttir mín hefur bræður sína til að vera með líka, sagði pabbi. — Þessi þarna er snotur, hve gamall getur hann verið? — Hann er í mesta lagi eins árs, svaraði afgreiðslustúlkan, því að allir þessir kanarífuglar eru mest eins árs. — Syngur hann? — Það er erfitt að segja. Hann verð- ur líklega að venjast sínu nýja um- hverfi fyrst. Eftir nokkra daga byrja þeir venjulega. — Er þetta karlfugl? Við vildum gjarnan karlfugl. — Augnablik, sagði afgreiðslustúlk- an, tók fuglinn úr búrinu og gekk lítio eitt afsíðis með hann. Svo kom hún til baka og sagði: — Já, svo sannarlega, þetta er lítill herra. — Og á hve háu verði getur svona herra farið? — 425 krónur. Og svo bætist búrið við, auðvitað. Pabbi andvarpaði, keypti kanarífugl- inn og búr fyrir 391 krónu og ók heim til Jósefínu. Hún lá í rúminu og fletti nú í „Dragos fer til tunglsins", en þeg- ar hún sá kanarífuglinn, stökk hún eins og ör upp úr rúminu og kreisti pabba og gaf honum smitandi koss. — Þú ert bezti pabbi í öllum heim- inum, sagði hún. Mamma stóð nokkuð afsíðis og spurði, hve mikið þetta hefði kostað. — 816 krónur, svaraði pabbi, sannleikanum samkvæmt. Kanarífuglinn var skírður Pétur og varð miðdepill fjölskyldunnar. Hann hoppaði prik af priki í litla búrinu, hann gat ekki gert neitt annað, og Jósefína skýrði frá þvi, að honum liði vel og væri eins og heima hjá sér. — Ég elska Pétur og vil ekki fá neitt annað dýr, sagði hún. — Þegar hann er taminn, ætla ég að sleppa honum út smástund, en ekki fyrr en við verð- um komin út í sveit. Pétur var elskulegur, mikið rétt, en hann hafði einn galla, hann söng alls ekki. Jósefína hugsaði ekkert út í það og elskaði hann heitar en nokkuð ann- að á jörðinni þrátt fyrir það, en mömmu og pabba fannst það ergilegt. Og Karli litla, þriggja ára, fannst þetta vera ó- venjulega visinn kanarífugl. — Pétur er þarna bara og er heimskulegur, sagði hann. — Við skul- um steikja hann til hádegisverðar. Dag einn var Jósefínu batnaður hóst- inn, og hún byrjaði aftur í skólanum. Þá fékk pabbi afbragðs hugmynd, hann ætti að skipta á Pétri og öðrum herra, með löngun og hneigð til söngs. — Það er ekki hægt að sjá neinn mun á kanarííuglum, sagði hann við mömmu, sem hafði tileinkað sér svarið fyrir mörgum árum: — Gerðu eins og þú vilt. Afgreiðslustúlkan í dýraverzluninni var afar skilningsrik og fann annan kanarífugl, sem var 80 krónum dýrari og söng af hjartans lyst. Og hann var villandi líkur Pétri og í mesta lagi eins árs gamall líka. Þegar Jósefína kom heim úr skólan- um, stóð búrið á venjulegum stað í glugganum. Hún henti frá sér skóla- bókunum og hrópaði: „Hæ, Pétur“, og á sama augnabliki byrjaði kanarífugl- inn að syngja fallegasta stefið sitt. — Pabbi, pabbi! Hann syngur! hróp- aði Jósefína, en eftir að hafa litið á hann augnablik sneri hún sér að pabba og sagði eitt einasta orð: — GLÆPON! — Af hverju? spurði pabbi. — Þetta er ekki Pétur! Þú hefur haft skipti á fuglum. Pétur hafði lengra stél og ekki þennan gráa blett á brjóstinu. Og ég sem elskaði Pétur. Hann var svo hljóður og góður. — Er ekki gaman að eiga fugl sem syngur? — Það er ekkert gaman. Og svo er hann svo illskulegur á svipinn. Hugsa sér, að éij skuli aldrei fá að hafa dýrin min i friði . . . Og síðan setti að Jósefínu grát, sem nísti hjartað, og mamma fékk tár í aug- un og leit biðjandi á pabba, sem hringdi á leigubíl og ók til dýraverzl- unarinnar og sótti Pétur aftur. Og nú situr hann þarna í búrinu hljóður og stilltur og horfir við og við á Jósefínu löngu, þakklátu augnaráði, heldur hún, en Karl litli andvarpar: — Maður getur aldrei skilið stelpur. Hans Jakob Jónsson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.