Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 37

Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 37
KVÖLDSOGURNAR 01 § 'f Lati þrösturinn Skemmtileg ferð Drengur nokkur, sem hét Jón, hafði eignazt lltinn, hvit- an kettling í jólagjöf. Hann kallaði hann Mjöll. Mjöll fékk sína eigin körfu og þeyttist fram og aftur allan daginn. Henni þótti svo gaman að leika sér. Dag nokkurn, er hún vaknaði af miðdegisblundi sínum, teygði hún úr loppunum sínum og mjálmaði. Hana lang- aði svo mikið til þess að bregða á leik. Hún stökk upp úr körfunni sinni og fór inn í borðstofuna. En þar var ekkert til þess að leika sér með. Þá fór hún inn I eldhúsið. Hún leitaði að Jóni, en hann var hvergi sjáanlegur. Þá langaði hana til þess að fara í rannsóknarleiðangur. Hún klifraði upp stigann og upp á aðra hæð. Þar kom hún að opnum dyrum og gekk inn. Við hliðina á rúmi stóð borð, bg á borðinu var lítil vekj- araklukka. Mjöll hafði aldrei á ævi sinni séð svona klukku. ,,Af hverju ætli hún segi alltaf tikk takk tikk takk?" hugsaði Mjöll og stökk upp á borðið. Hún ýtti varlega við takka aftan á klukkunni. En ekkert gerðist. Hún starði undrandi á annan, glitrandi takka — hana langaði óskaplega mikið til þess að snerta aðeins við honum lika. Hvernig átti hún að vita, að það var einmitt á þennan takka, sem átti að ýta, til þess að hún hringdi. Hún ýtti við honum með lopp- unni — Ringrrrrrrrrrrrrrrrrrrrring! Klukkan hringdi án afláts. Aumingja Mjöll varð svo hrædd, að hún datt aftur á bak og rúilaði niður á gólf. Rétt í þann mund kom Jón heim. „Hvernig stendur á þvi, að vekjaraklukkan hringir núna?“ hugsaði hann. Þá kom Mjöll litla þjótandi niður tröppurnar. Þegar Jón sá svipinn á henni, gat hann ekki annað en skellihlegið. ,,Mjáááá!“ sagði hún, þegar hún loksins stanzaði við fætur Jóns. „Aumingja Mjöll,“ sagði Jón og tók hana í fangið. ,,Þú ætlar að verða hálfgerður hrakfallabálkur!" ,,Mér finnst allt of mikið erfiði að fljúga,“ sagði lati, litli þrösturinn. ,,Nú, en þú getur ekki komizt upp ( loftið á neinn annan hátt,“ sagði maríuerla, sem sat á grein rétt hjá honum. „Ég ætla að reyna að finna eitthvert annað ráð,“ sagði þrösturinn og leit í kringum sig. Þá kom hann allt í einu auga á blöðru, sem sveif upp í loftið skammt frá honum. Á jörðinni fyrir neðan stóð lítil stúlka og kallaði: „Æ, þarna svífur blaðran mín frá mér.“ „Auðvitað sezt ég á blöðruna,“ hugsaði þrösturinn, „þá þarf ég ekki að nota vængina." Hinir fuglarnir ætluðu að aðvara hann, en uglan sagði aðeins: „Við skulum bara láta hann I friði. Kannski hann læri þá i eitt skipti fyrir öll, að það borgar sig aldrei að vera latur.“ Rétt í því lenti þrösturinn á blöðrunni. — Bang! — Hún sþrakk í þúsund tætlur. Þrösturinn varð svo hræddur, af þvl að honum fannst eins og-jörðin hefði sprungið, að hann féll niður á jörðina. Og ef hann hefði ekki lent i stórri laufblaðahrúgu, hefði hann áreiðanlega meitt sig mikið. En eitt lærði hann þó á þessu uppátæki sínu. Eftir þetta var hann aldrei of latur til þess að fljúga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.