Æskan - 01.11.1970, Blaðsíða 92
Kafbáturinn, sem O’Toole berst við að sökkva. Litlu sjóflugvélinni stjórnar hann sjálfur.
OToole og stríð Murphys
Mesta og dýrasta brezka kvikmyndin,
sem gerð er þetta árið, er Murphy’s War
(Stríð Murphys). Peter O’Toole leikur að-
allilutverkið, sjómann i kaupskipaflotan-
um, en skip hans verður fyrir tundur-
skeyti kafbáts síðustu daga stríðsins. Kaf-
háturinn felur sig á leyndum stað i Suður-
Ameriku. O’Toole leitar hann uppi og
heyr sitt eigið stríð við hann rekinn áfram
af óslökkvandi liefndarþorsta. Aðal kven-
hlutverkið leikur Sian Phillips, sem er
eiginkona O’Tooles.
Brezkur blaðamaður fékk pð fara með
starfsfólkinu til Venezúela, þar sem taka
átti myndina á þremur mánuðum við ósa
Orinoco fljótsins, en umhverfis ósana cru
sjö þúsund fermilur af fenjum. Hér fer
ó eftir nokkuð af því, sem hann liafði að
segja um heimsóknina:
Peter O’Toole sem sjómaðurinn Murphy.
„Ferðahæklingarnir segja manni, að
Orinoco-áin sé áttunda lengsta á í heimi.
2500 km iöng hlykkjast hún um frum-
skóga Venezúcla. Hún er jafnframt óhrein-
asta áin — en ferðabæklingarnir gleyma
að geta jiess.
O’Toole hallar sér þungiyndislega fram
á borðstokkinn og starir fölbláum augum
niður í gulleitt, leðjuborið árvatnið —
tveggja daga skeggbroddar geta ekki faliö
óánægjuna í svipnum.
„Skítur 1“ segir hann og kveður jafnvel
enn sterkar að orði. Orðin koma eins og
sprenging. „Ekkert annað en skitur. Þetta
flæðir út i sjó á 80 kílómetra svæði. Eng-
um manni með heila geðsmuni dytti í hug
að synda í þessum viðbjóði 1“
Jú, O’Toole á eftir að svamla um í þessu
stríði sinu við kafbátinn. Þarna blandast
allt saman, olía frá olíuhreinsunarstöðv-
um, skolp úr klóökum ]>orpanna, óþekktir
sýklar, sem þrifast á þessu öllu, að
ógleyrtidum hinum grimmu piranha-fisk-
um (sem eru kjötætur og lireinsa allt
hold af bcinum manns á fáeinum mínút-
um), krókódilum og sex þumlunga löng-
um vatnasnákum, sem eru baneitraðir og
ekkert móteitur til gegn ennþá ... og
O’Toole þarf ekki lengi að svipast um til
að sjá önnur ókennanleg kvikindi skríða
um brúna og slepjuga árbakkana. Það er
því varla hægt að ætlast til, að liann leiki
við hvern sinn fingur.
Kafbáturinn með áhöfn er fenginn að
iáni hjá sjóher Venezúela. ^Hann hefur
áður sézt i kvikmyndinni Operation Petti-
coat (Bleiki kafbáturinn, sem hér var
sýnd fyrir nokkrum árum), og var hann þá
málaður hleikur. Hann á að skjóta ósviknu
tundurskeyti að ósviknu kaupskipi —
gömlum dalli, sem Peter Yates leikstjóri
keypti í skipakirkjugarði fyrir 8000 sterl-
ingspund (um 1.7 millj. ísl. kr.). „Þetta
er sjálfsagt eina skipið, sem þeir fá
nokkru sinni að sökkva," sagði Yates.
„Flotaforinginn er líka liiminlifandi!“
Nú heyrast skyndilega hróp frá hakk-
anum. Einn aðstoðarmannanna liefur
dottið i ána. Honum er hjargað upp úr
leðjunni hóstandi og hrækjandi og laf-
liræddum og þotið með liann til læknis-
ins, sem alltaf er ineð í förinni. Læknirinn
segir að rannsókninni lokinni, að sjúkl-
ingurinn muni lifa. Hann var heppinn. —
Ekkert beit hann.“
Mynd þessi á að vera ákaflega spenn-
andi, enda er ekkert sparað, hvorki pen-
ingar né erfiði.
Lee Marvin sló í gegn sem söngvari, er
hann var hátt. á fimmtugsaldri, í myndinni
Paint your Wagon. Því skyldu þeir ekki
reyna? Frá v.: Stewart, Fonda og Kelly.
Stewart og Fonda
Henry Fonda og James Stewart hafa
verið vinir í meira en 30 ár. Þeir voru
bekkjarbræður i Princeton fyrir 35 árum,
en er báðir höfðu afráðið að snúa sér að
kvikmyndaleik, bjuggu þeir um liríð sam-
an i Beverly HiIIs i Hollywood.
„Við áttum heima rétt hjá Gretu Garbo,“
segir Stewart, „og bárum óskaplcga mikla
virðingu fyrir henni. Við áttum það til að
bíða klukkustundum saman til þess eins
að sjá hana ganga inn eða út úr húsi
sinu.“ En skömmu síðar dró Garbo sig
í hlé, en Stewart og Fonda urðu háðir
kvikmyndastjörnur.
Nýlega léku þeir saman i gamansamri
kúrekamynd, The Cheyenne Social Cluh,
og leikstjórinn, Gene Kelly, ákvað að fá
])á til að syngja lag, sem leikið væri í
upphafi myndarinnar, meðan talið er upp
starfsfólk við kvikmyndargerðina. Lagið
„Rollin’ Stone“ var samið sérstaklega fyr-
ir þá, og síðan fór upptakan fram. Er
Fonda var spurður eftir á, hvernig hefði
gengið, svaraði liann: „Ég geri ekki ráð
fyrir því, að Sinatra sé i hættu."
Leikstjórinn, Gene Kelly, var Stewart
og Fonda innan handar við æfingar og
upptöku, enda liafa þeir ekki sungið op-
inberlega síðan eitt sinn á skólaskemmt-
un i Princeton fyrir 35 árum.
640