Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 5
Um drengskap.
Erindi, fyrst flutt i Winnipeg 1. júní 191C.
Því er stundum haldið fram, að menning forfeðra
vorra sé svo gagnstæð anda nútíðarinnar, að þar sé naum-
ast nokkur brú á milli. Hvergi hefi eg þó séð þetta greini-
legar orðað en í bók eftir danskan mann, prófessor Vilh.
Grrönbeeh. Hann segir meðal annars um fornmenn Norð-
urlanda:
»1 raun og veru eru þessir menn oss svo óskyldir,.
að vér getum engin mök við þá átt.---------------------Stirfni
Horðurlandabúa, þröngleikur og einræni, það sem ómann-
úðlegt er í fari þeirra, á rót sína í eðli menningar þeirra.
Þeir eru fastúðugir, en á þeim grundvelli, sem mannlíf
verður ekki bygt á nú á tímum. Þeir lifa í menningu,
en sú menning á sér alt aðra þungamiðju en vor. Sam-
ræmi þeirra er gagnólíkt öllu því, er vér eigum eða sækj-
umst eftir. Menning þeirra á sína fegurð, og á blómatíð
siiini hafði hún óyggjandi rétt lífsins; en hún var bundin
yið þannig lagaða sjálfhefð og sjálfvirðing, að ætti hún
sér stað í vorum heimi, yrði hún eitt af þeim öílunum,
sem rífa niður. Frá þeim verður ekki komist til vor né
frá oss til þeirra með öðrum hætti, en að afklæðast mann-
eðli sínu og iklæðast öðru*)«.
Slík kenning finst mér fjarstæða. Mér virðist öll
reynsla vor Islendinga mæla á móti henni. Þessi menn-
lng, sem svo hart er dæmd, hefir verið brjóstamjólkin,
sem þjóð vor hefir að miklu leyti lifað á í þúsund ár, og
') Vilh. Grrönbech: Lykkeraand og niding. Ebh. 1909, s. 16—lSb
15*