Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 47
'Skirnir] Páll postuli og söfnuðurinn i Korintuborg. 269
í nokkru sambandi við Gyðinga. A þetta benda t. d.
ávítur hans fyrir ýmsa lesti, og viðvaranir gegn freist-
ingum, sem vér hljótum að hugsa oss að eingöngu heið-
ingjar hafi þurft með1). Gyðingar stóðu þar á langtum
hærra stigi, og liið sama liljótum vér að hugsa um þá,
er orðið höfðu fyrir áhrifum af þeim. — Þá segir hann
beinlínis í 1 Kor. 12, 2, að þeir hafi verið heiðingjar áður
en þeir urðu kristnir. Gyðingarnir hafa auðsjáanlega verið
8vo fáir, að þeirra hefir naumast gætt. Á þetta sama
bendir og það, hve frásneydd bréfin eru öllum útlistunum
á sambandinu milli Gyðingdóms og kristni. Páll gerir
einnig mjög lítið að því, að sanna staðhæfingar sínar í
Korintubréfunum út frá ritningunni, en notar tilvitnanirn-
ar meira eins og dæmi til skýringar. En hann ber að
jafnaði fram aðrar sannanir að minsta kosti með.
Þó voru nokkrir Gyðingar innan um. Hjónin Akuilas
°g Priskilla, sem urðu einhverjar beztu hollvættir postul-
ans um langt skeið, hafa ef til vill tekið þar kristna trú,
Þótt ekki sé það víst nema þau hafi áður verið orðin
kristin. En hjá þeim vann Páll meðan hann dvaldi í
borginm2). Þá er og nefndur Krispus samlcundustjóri3),
°g er auðséð að það er nefnt eins og undantekning, og
eitthvað sérstakt að hann, Gyðingurinn, tók trú. En
nokkrir staðir sýna, að Gyðingar voru þó meðal safnað-
ormanna4). Það er annars býsna einkennilegt, að það eru
aó mestu leyti aðrir menn, sem Postulasagan getur um
keldur en Páll í bréfunum. Er auðsjáanlegt að Postula-
Sagan heldur fram Gyðingkristnu mönnunum. Hún nefnir
-ákuilas og Priskillu, Krispus samkundustjóra,' Titus Justus,
sem Var trúskiftingur (þ. e. hafði tekið Gyðingatrú), en
nn minnist ekki á Stefanas, sem sýnist hafa verið mjög
fiamarlega í söfnuðinum og var þess utan sá, sem fyrst
‘) Sjá i Kor. 5, 1, 11; 6, 9; 8, 1 n n; 10,14. !) Post. 18, 2 n.
) 1 Kor. 1, 14; Post. 18, 8. 4) 1 Kor. 1, 22 n; 12, 13, sjá ennfremur
Jvor. 1, 12 n U) þal. sem getíð er um Kefasflokkinn innan safnaðar-
lns‘ er f hæsta máta líklegt að það bafi holzt verið Gyöingar
sem Þann flokk fyltu.