Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 44
>266 Páll postuli og söfnuöurinn i Korintuborg. [Skirnir
hafði látið endurreisa borgina er hún hafði verið í rústum
um heila öld, og látið setjast þar að fjölda Rómverja. Þó
•voru ' Grikkir þar einnig fjölmennir er hér er komið sög-
unni, og grísk tunga var þar notuð, nema af því opin-
bera. Borginni var framúrskarandi vel i sveit komið.
BLún stóð á örmjóu eiði milli tveggja hafa, og varð því
eins og nokkurskonar dyr milli Austurlanda og Vestur-
landa. En gegnum þær dyr var óstöðvandi verzlunar-
straumur, og hann var það, sem gerði borgina að þvi sem
hún var. Korinta bar öll merki stórrar verzlunarborgar.
Þar voru ekki aðeins Grikkir og Rómverjar, heldur ægði
þar saman mönnum af öllum þjóðum og kynkvíslum. Það
var sannkölluð heimsborg, og heimsborgarbragurinn auð-
sær á öllu. Allar stéttir manna voru þar saman komnar.
frOg þó að Aþeningar liti með fyrirlitningu á þessa rusl-
borg, þá skorti þar eigi heldur mentun og heimspeki. »1
Korintu verður ekki þverfótað fyrir spekingum*, stendur
þar. En, eins og oft vill vera þar sem mörgu ægir sam-
,an, ógurlegasta siðspilling gróf um sig í borginni. Muna
,au8turlandaþjóðirnar hafa átt í því drýgstan þátt. Það
var jafnvel haft að máltæki um þá er ósiðlega þóttu lifa,
.að þeir »lifðu eins og Korintumenn«, og var þó víða pott-
.ur brotinn í rómverska rikinu.
Það er enginn efi á því, að Páli hefir þótt sem mikið
væri undir þvi komið hvern árangur starf hans kynni að
’bera í þessari stórborg. Það var í rauninni einn af erfið-
U8tu hjöllunum, sem hér reis upp frammi fyrir kristin-
dóminum, og ákaflega mikið var undir því komið hvernig
gengi að yfirstíga hann. Aldrei hafði kristindómurinn áð-
ur hitt fyrir sér annað eins verkefni, aðra eins erfiðleika,
-ólifnað, sjálfræði og skeytingarleysi, en um leið tækifæri
til að sýna mátt sinn. Þetta var eldraunin. Gæti krist-
indómurinn náð verulegri festu, verulegum tökum á þess-
.ari borg, sem í rauninni var einskonar smá-heimur út af
•.fyrir sig, þá hlaut framtíð hans að verða bjartari. Hann
jhafði þá sýnt mátt sinn til að umskapa heiminn.
Aldrei sjáum við i rauninni Pál stærri heldur en þeg-