Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 35
^Skírnir],
Einsamall á Kaldadal.
257
sá um framkvæmd verksins. Lýsing lians er í Tímariti
Bókmentafélagsins I. árg. bls. 254 og er á þessa leið:
Frá Kalmanstungu i Lambárdrög . . 3460 faðmar
Þaðan á Langahrygg (Skúlaskeið) . . 4600 —
■ Langihryggur suður að Kerlingu. . . 6000 —
Kerling—Sæluhús.................. . 6600 —
Sæluhús—Jórukleif................. 6600 —
Jórukleif—Hofmannaflöt............ 200 —
Allur vegurinn 27460 faðmar
eða 54920 metrar. Iíver faðmur í þessum rudda vegi
segir Bergur að kostað hafi 21 eyri.
Síðast, er eg leit til baka norður á Kaldadal, kúrði
þokan enn yfir dalnum. Hún ljómaði að ofan í sólskin-
inu, eins og jöklarnir, en undir henni var sorti. Að baki
hennar var landnyrðingurinn, en sunnan við hana land-
synningur, þvi að Kaldidalur lá á v e ð r a m ó t u m .
Og nú, er eg lít í huganum norður yfir Kaldadal,
verður þar alt morandi kvikt fyrir innri augum mínum.
Eg 8é goðana koma að norðan með svo glæsilegri sveit,
að »allir hyggja Æsi koinna vera«. Eg sé Guðmund bisk-
up Arason smá-mjakast fótgangandi suður úr fjallaþrengsl-
unum með fullan þriðjung allra umrenninga landsins
í eftirdragi. Eg sé stórflokka Sturlungaaldarinnar renna
saman af öllum vegunum norðan af fjöllunum og falla í
einum farvegi niður á Hofmannaflöt. Eg sé Jón biskup
Arason, lotinn í herðum og öldurmannlegan, en syni hans,
unga og glæsilega, sinn til hvorrar handar. Eg sé Guð-
brand biskup og Arngrím lærða ríða fót fyrir fót ofan
slétta sandana suður frá Kerlingu, og tala saman um spak-
lega hluti. Eg sé Hallgrím Pétursson ríða við hornístöð
ofan yfir Tröllaháls. Eg sé lík Páls lögmanns Vidalíns
flutt á kviktrjám norður á fjöllin, en alt stórmenni þings-
ins veita því föruneyti i heiðursskyni. Eg sé kennilýð
Skálholtsstaðar standa harmandi kringum biskupstjaldið
undir Sleðaási, þar sem mesti mælskumaður íslands berst
við dauðann. Eg sé skara eftir skara ólga fram, stíga
17