Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 97
Þingstaðurinn undir Yalfelli.
í 6unnlaugS8Ögu ormstungu 2. kapítula segir svo frá:
»Um vorið einn dag ræddi Þorsteiun um við Bergfinn, ef hann-
vildi ríða með honum upp undir Valfell. Þar var þ á þing-
Btoð þeirra Borgfirðinga. En Þorsteini var sagt að fallnir
væru búðarveggir hans. Austmaðurinn kveðst það víst
vilja, og riðu þeir heiman of daginn þrír saman og húskarlar Þor--
steins, þar til er þeir koma upp undir Valfell til bæjar þess er a ð
G r e n j u m heitir. Þar bjó þá einn maður fólítill er Atli hót
hann var landseti Þorsteins, og beiddi Þorsteinn Atla að hann færi
til starfs með' þeim og hefði pál og reku. Hann gjörði svo.
Og er þeir koma til búðartóftanna, þá tóku þeir til starfs allir og
færðu út veggina. Veðrið var heitt af sólu, og varð þeim Þorsteini
°g austmanni erfitt«.---------
Menn hafa yfirleitt álitið, að þingstaður sá undir Valfelli, sem
nefndur er í frásögu þessari (c. 983) só sama sem þingstaðurinn
ú Þinghól við Gljúfrá, efst í Borgarhreppi. Kr. Kálund o. fl. hafa
reynt að samþyða frásagnir Eglu og Gunnlaugssögu um þingstað
BorgfirSjnga, en ekki tekist. Frásögn Gunnlaugssögu er mjög skýr,
svo ekki verður um vilst að hún á við þingstað undir »Múlunum«,
vestan Langár. — V a 1 f e 11 þekkist enn, það eru Múlarnir fyrir
vestan Langá, eru þeir nú oftast kendir við bæina Grímsstaði og
Grenjar, eem stauda undir þeim og eiga land í þessu felli (Gríms-
staðamúli og Grenjamúli). Fellið liggur á milli Grenjadals,
sem Langá rennur eftir, og Hraundals, sem Skarðsheiðarvegur-
mn liggnr um> g£ ^lið Valfells (Múlanna), sem niður að sveit--
inm veit, er snarbrött og klettótt. Verpa þar enn árlega valir
(fálkar) svo fellið ber nafn með rentu. Urriðaá heitir smá á,
sem kemur úr litlum dal í fellinu. Hann er nefndur Urriðaárdal-
Ur> og skiftir löndum milli Grímsstaða og Grenja. Á vestri bakka
Brriðaár, í hlíðarrótunum, þar sem áin kemur niður úr brattanum
®hr mér verið bent á mjög fornlegar rústir, er þau munnmæli'