Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 53
Skírnir] Páll postnli og söfnuðurinn í Korintuborg. 275
Þessi Kefasflokkur hefir þó alls ekki gert neinar til-
rau_ir til að fá söfnuðinn inn á gyðinglundaða stefruu
Það væri óhugsandi að Páll gengi þegjandi framhjá slíku.
En þó hefir að líkindum, eins og við mátti búast, leitt af
þessu einskonar skuggi á Pál og postuladóm h y ts, við
hliðina á Pétri. Bendir einnig 9. kap. í 1 Kor. iá átt,
þar sem Páll ver postuladóm sinn.
Þá er nefndur fjórði flokkurinn, »Krists«-flokkurinn,
sem hafði einkunnarorðið : »Eg er Krists«. Hefir oft verið
talið svo, að i þeim fiokki muni hafa verið gyðinglundaðir
menn innan safnaðarins og séu það þeir, sem Páll sveigir
svo sterklega að í 2 Kor. 10 og 11. kapitula. En þessi
skoðun er bersýnilega röng. Þeir, sem Páll talar um í
2 Kor. 10 og 11 voru aðkomumenn, en ekki safn-
aðarlimir. Og þessutan er óliugsandi að Páll léti þá og
skoðanir þeirra svo hlutlausar, sem hann gerir í 1 Kor.
ef það voru sömu mennirnir, sem hann ræðst á með slík-
um hamförum í 2 Kor. 10 og 11.
En vér hljótum að ganga enn lengra. Það bendir
alt í þá átt, að þessi Krists flokkur liafi yfirleitt alls ekki
verið til, sem flokkur við hlið liinna fiokkanna. Páll talar
á þann hátt í bréfinu um þá, »sem séu Krists«, að óliugs-
andi er, að hann hefði gert það, hefði hann vitað af skað-
legum flokki innan safnaðarins, sem einmitt töldu sig vera
slika. Hann liefði með því algerlega teflt öllu í þeirra
hendur. Þó tekur 1 Kor. 3, 22 alveg af skarið i þessu
efni. Hann er þar kominn á hæsta stig með mótmæli
sín gegn fiokkadráttunum, og telur upp þrjá flokkana, Pála
Apollós og Kefasar, en nefnir ekki Krists-flokkinn. Og
meira að segja: Hann beinlínis heldur því fram, að þeir
(Þ- e. Korintumenn) séu Krists, en Páll, Apollós og Kefas
Seu þeirra þjónar.
En hvernig eigum vér þá að gera oss grein íyrir
aður af Pétri og Páli. (Evs. Hist. Eccl. II, 2, 5, 8). En hann er þar
sýna frarn á, að Korintusöfn. standi rómverska söfnuðinum eigi að
baKi, 0g orðin í 1 Kor. um Kefasflokkinn voru nseg átylla til að skóð-
Vnin myndaðist.
18*