Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 8
230
Um drengskap.
[Skirnir
•og hin, sem brýtur á henni lög. En þegar út í stríðið
er komið, sest það bezt, hvern mann hver hefir að geyma,
ekki á því í hverri fylkingunni hann stendur, því um það
■eru fæstir sjálfráðir, heldur á því, hvernig þeir reynast
samherjum sínum og fjandmönnum alstaðar þar sem mann-
eðlinu gefst kostur á að njóta sín. Maðurinn getur verið
•drengur í hvaða fylkingu sem hann stendur. Og eg
hygg, að drengskaparhugsjóniii liggi dýpst eða inst allra
siðgæðishugsjóna, fyrir þá sök, að drengskapur getur átt
sér stað hjá mönnum með gagnólíkum lífsskoðunum, mönn-
um á hæsta og lægsta menningarstigi, mönnum sem berj-
ast hvor um annars líf. öndverðari geta menn ekki staðið
en svo, að hvor vilji taka annars lif, og þó má berjast
sem drengur eða sem ódrengur.
Hér er þá sá grundvöllur, sem menn af öllum stétt-
<um geta mæzt á, frá öllum öldum, af öllum trúarbrögð-
nm og lífsskoðunum. Þarna er eitt bræðraband, einn eig-
inleiki sem vér skiljum, á hvaða stigi sem þeir menn
hafa staðið sem áttu hann.
Og þá kem eg að brúnni milli vor og forfeðra vorra,
þeirri Bifröst, er tengir þeirra líf við vort. Það er dreng-
skapurinn. í engum bókmentum, sem eg þekki, er and-
rúmsloft drengskaparins hreinna en þar. Hressingin sem
þær veita oss, styrkurinn sem þær færa oss' inn í merg
og bein er drenglundin, drengskaparandinn sem í þeim
lifir. Þetta er ekki svo að skilja, að þær segi ekki frá
neinum ódrengjum eða að þeir séu þar svo fáliðaðir, að
þeirra gæti ekki. Þeir eru þar allliðsterkir eins og á
öðrum öldum. En mörkin eru þarna svo skýr, mennirnir
svo heilir og lífskjörin svo einföld, að eðli drengskapar-
ins kemur þar fram í algildum og ógleymanlegum myndum.
Það er gaman, að mesti snillingurinn sem ritað hefir
ú, íslenzka tungu, sá maðurinn sem flestar ódauðlegar
mannlýsingar hefir skrifað, hann hefir sjálfur skilgreint
hugtakið drengskapur. Snorri Sturluson segir i Skáldskap-
.armálum: »Drengir heita vaskir menn ok