Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 113
Skirnir]
Kitfregnir.
33ö
sögu eftir Jónas Lie, er heitir »Bt Samliv«, eu líklegt -þykir mór
það, og að þaðan só honum ósjálfrátt komið sæðið, er sagan er
vaxin af. Lie sýnir þar snildarlega, hversu skortur á list vits og
hjartna gerspillir góðri sambúð hjóna. Þau stilla ekki saman skap
sitt og þarfir. Þá er bóndinn vildi faðma konu sína að sór og tala
við bana um ábyggjur sínar og gleðiefni, brast hana tíma, var með
hugann annarstaðar. Efnið er sama í fyrra helmingi þessarar sögu.
Og það styrkir ætlun mína, að hann notar sömu mynd sem Lie:
Hjónin standa að lokum sitt á bvorum árbakka. Höf. ætti að
minsta kosti að lesa bók Lies og bera saman við sína sogu. Þá sór
hann, hvers henni er ávant. Lie segir frá eintómum atvikum og
viðburðum, athöfnum og samræðum, er vór skynjum, og skyrir oss
þannig innra efni sögunnar. Hór vantar slíkt fram eftir allri sögu,
svo að 8á kafli verður lítið nema greindarleg. hugvekja, eins og eitt--
hvert blaðið komst að orði. Hann nær sér betur niðri, er »ungui
hjónin« hafa komið sór saman um skilnað. Höf. vantar alls ekki
vilja nó stefnuskrá í hjúskaparmálum.
Dulrænu söguna »Hvar ertu?« kysi eg úr bókinni. Eg skili
bana ekki, nýt hennar ekki, veit varla, hvort hún er alvara eða
háð, sem sumum hefir dottið í hng, en þykir getgátan ósennileg.
Má vera, að andatrúarmenn kunni »mála mjöt« um hana, og að-
brjálaðri eða vitrari framtíð en líðandi samtíð dáist að spádómsanda
skáldsins. En jarðlífið á nóg yrkisefni og þarfleysa að sigla eftir
þeim yfir í ólöndin fyrir handan haf dauðans. Þess konar skáld--
skap getur, að minsta kosti nú, að eins einn flokkur manna, anda--
trúarmenn, haft af andlegt gagn. Og eg efa, að sagan hrífi vitr-
ustu sinna þeirrar stefuu.
Mál á »Stiklum« er sómasamlegt, tildurlaust með öllu, en ekki
ttnkið nýnæmi að. Höf. segir hægt og rólega frá, tekur aldrei
fjörapretti.
Eg veit það eitt um þenna höfund, að hann fæst við barna-
k^nslu. »Eg kenni til sakir þín, bróðir Jónatan«. Ekkert er ban--
v®nna sálarfjöri og andagift en kenslustagl og stílastrit. Er mér
ekki grunlaust um þreytumörk á frásögn hans og orðfæri. Skaði
er °g> að vór eigum ekki sjóði, er veita má úr ungum höfundum
°S kugsandi, eins og hr. Si'gurði Heiðdal, styrk t.il utanfarar og næðis
t'l andlegra iðkana, svo að þeir geti vaxið á alla vegu, eftir því.
sem þeir eru hæfileikum gæddir og skapi farnir, og sýnt, hvað í
þeim býr. Enginn veit, hvílíkir gullhringar yrðu smíðaðir, ef þeirra
nyti- Signrðnr Gnðmnndsson.