Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 70
292 Enn um ættarnöfn i'lsláiidi. [Skirnlr
• i'ii. -• ■ ' •; <'•>!■•. •
Nefndarálitið. 5
• »En uppástungur þær, er nafnanéfndin hefir borið
upp, sýna það, að ættarnöfn eiga ekki við á íslandi, það
er ekki hægt að búa til nema hlægileg orðskrípi, er mis-
hjóða málinu«, segja menn.
Eg skil ekki þetta. Er íslenzkan svö óþjál, svo fá-
tæk, að eigi megi búa til góð íslenzk ættarnöfn? Einn
andstæðingur ættarnafna, próf. Finnur Jónsson, vill láta
menn taka upp kenningarnöfn. Þau fara þannig e k k i
i bága við málið. Það er ekkert á móti því að kalla sig
Jón Borgfirðin g1), Guðmund Eyfirðin g1),
Jón Skaftfelling, Eirík Mýrdæling, Sigurð
Þinghylting o. s. frv. En því má ekki láta nöfn
þessi ganga að erfðum? Jafnvel þótt sonur Guðmundar
Eyfirðings sé fæddur og uppalinn í Beykjavík eða á Eski-
firði, er ekkert á móti því, að einnig hann kenni sig við-
fæðingarsveit föður síns. Nafnið »Eyfirðingur* táknar nú,
að ættin á uppruna sinn í Éyjafjarðarsýslu.
Ef menn vilja hafa þau ættarnöfn ein, er fylgja ís-
lenzkum beygingarreglum út í æsir, þá hlýtur það að
vera innan handar að búa slík nöfn til. Eg er búinn að
nefna nokkur nöfn, er enda á - i n g u r og kenna menn
við land eða hérað. Það er ekkert á móti því að við-
hafa þess konar nöfn um kvenmenn. Er Guðrún Jóns-
dóttir ekki eins vel íslend i n g u r og Mýrdæl i n g u r
eins og bróðir hennar Eiríkur Jónsson? Og höfðu forn-
m e n n ekki alloft kvenkend kenningarnöfn (Ketill gufa,
Eiríkr snara)? Málrétt myndi það einnig vera að hafa
nöfn með forsetningunni frá (smbr. »von« á þýzku) fyrír
ættarnöfn (eins vel og fyrir kenningarnöfn), t. d. frá
Stórholti; en viðkunnanleg eru þau þó varla. Svo
myndi það varla hægt að segja herra frá Stórholti
I stað herraSveinn F i n n s s o nf r á S t ó r h o 11 i.
Eér væri það miklu viðkunnanlegra að slepþa forsetn-
‘) Þessi nöfn eru tekin upp fyrir ættarnöfn.