Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 32
254
Einsamall á Kaldadal.
[Skirnir'
hest ofan í síkin þar. En Egill lét sig ekki. Og þegar
tröllin voru búin að fá átján hesta, gáfust þau upp.j
Svo sem hálfrar stundar ferð sunnar eru Brunnar.
Þar er hagi miklu betri, svo að eg gat ekki stilt mig unr
að lofa hestunum að gripa þar niður. Sjálfur varð eg
hvildinni feginn til að fá næði til að virða fyrir mér
Skjaldbreið, sem nú blasti við mér, baðaður í síðdegissól-
skininu. Einhver sögn er til um það, að Jónas Hall-
grimsson hafi legið úti tjaldlaus í Brunnum og verið búinn
að týna lestinni. Þar i döggvotu grasinu á hann að hafa
ort þetta fræga og fagra kvæði. Þetta minnir mig á
aðra sögn sama eðlis. A melunum fyrir ofan Víðimýri i
Skagafirði, þar sem v.egurinn liggur austur af Stóra-
Vatnsskarði, er á einum stað há þúfa. Þar á Hannes
Hafstein að hafa staðið og litið þaðan yfir Skagafjörðinn,,
þegar hann orti liið gull-fallega kvæði »Af Vatnsskarði«.
Eg fór eitt sinn upp á þessa þúfu, til þess að reyna að
sjá Skagafjörðinn i þeim ljóma, sem Hannes lýsir. Mér
tókst það ekki. En aftur sá eg þaðan annað, sem ekki
varð séð frá veginum. Skamt suður frá þúfunni sáust
ofurlitlar tóftir, hálf-signar í jörð, og gamalt túnstæði í
kring, sem nú var komið í órækt. Þetta eyðibýli heitir
Víðimýrarsel. Þar stóðu síðast beitarhús. í þeim beitar-
húsum lá Bólu-Hjálmar banaleguna og dó þar. — Hannes-
liefir sagt mér sjálfur, að kvæði sitt sé ort um vetur suð-
ur í Kaupmannahöfn.
Spölkorn suður af Brunnum eru H a 11 b j a r n a r- -
vörður, ofurlitil vörðutyppi á grýttum holtum, og þar ligg*
ur vegurinn norður á Uxahryggi. Sögnin, sem tengd er
við þessar vörður, er svo stórfeld og áhrifamikil, að eg
get ekki stilt mig um að setja hana hér, eins og hún er
sögð í Landnámu:
>Snæbjörn son Eyvindar austmanns, bróðir Helga
magra, nam land milli Mjóvafjarðar ok Langadals, ok bjó
í Vatnsfirði; hans son var Hólmsteinn, faðir Snæbjarnar
galta; móðir Snæbjarnar var Kjalvör, ok váru þeir Tungu-
Oddr systrasynir. Snæbjörn var fóstraðr í Þingnesi með’