Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 9
Skírnir]
Um drengskap.
231
batnandi«. Hér er e&li drengskaparins sagt i tveim
orðum. Vér skulum athuga hvað í þeim felst.
Fyrst er vaskleikurinn, hreystin, hugprýðin. Þar er
■eflau8t elzta dygð mannsins, sú sem heflr hafið hann stig
af stigi til æðra lífs. An þessa eiginleika koma aðrar
zgáfur að litlu eða engu haldi, því lífið er barátta, barátta
við náttúruna, barátta við sjálfa oss og barátta við aðra
.menn, ef ekki með vopnum handarinnar, þá með vopnum
■andans. öllum er augljóst, hvers virði vaskleikurinn er,
þar sem lífsbaráttan er háð með brugðnum sverðum, þar
sem menn verða að leggja lif sitt við nálega hvert það
mál, er þeir taka að sér, eins og var hjá oss á söguöld-
inni. Þar stendur sá bezt að vigi, sem lætur sér sízt
bregða við váveiflega hluti, eins og sagt er um Halldór
Snorrason. En vaskleikur er i raun og veru engu ónauð-
synlegri þar sem friður er á yfirborði þjóðlífsins, svo að
hver maður er nokkurn veginn óhultur um lif sitt fyrir
■bðrum. Baráttan er þá ekki um það að halda lífi sínu,
heldur um það að lifa samkvæmt eðli sínu og þörf, fegra
líf sitt og fullkomna. Með samlífinu hættir mönnunum
löngum við að verða hver öðrum háðir, háðir yfirmönn-
um sinum, vinum, fylgismönnum, flokksmönnum, háðir
tízkunni, almenningsálitinu. Þar af sprettur sú hættan,
að menn týni sjálfum sér, láti teygjast frá því sem þeir
sjálfir telja rétt —
„vinni það fyrir vinskap manns,
að víkja’ af götu sannleikans11.
-áð menn fylgja ekki því fram, sem þeir þó sjá að er rétt,
Þegja við þvi, sem þeir vita er rangt, kemur langoftast
■af bleyðimensku, skorti á vaskleik. Þeir treysta sér ekki
að þola sársaukann, óvildina, stundartjónið, sem fylgir
því að halda fram óvinsælli nýjung, sem þeir þó sjá að
væri þarft og rétt. Flest þau sannindi, sem mannkynið
nú lifir á, í siðfræði, trú, vísindum og listum, hafa ein-
hverntíma verið óvinsæl og aflað frumherjum sínum mót-
blásturs, óvildar, ofsókna og stundum lífláts. öll eigum
vér þau að þakka vöskum mönnum, sem létu sér ekki