Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 17
Skirnir] Um drengskap. 239’
skrifuð í hjörtu íslenzku sagnaritaranna. í þessum anda
rituðu þeir. Þess vegna njóta persónurnar, sem sögurnar
segja frá, sín svo vel í þeim. Þær njóta sannmælis. Er
það ekki merkilegt, að þessir kristnu söguritarar skyldu
aldrei halla á heiðna menn, aldrei sýna merki neinnar
hlutdrægni í lýsingum af þeim? Er það ekki aðdáanleg-
sjálfsafneitun, að láta aldrei skoðana sjálfra sín að neinU'
getið, láta persónurnar lýsa sér í orðum síuum og athöfn-
um, vera sjálfur spegill, er skilar réttri mynd af þeim,
en koma ekki með á myndina. Þessi sannleiksást helzt
líka á þeirri öld þegar minst var af dreugskap og mest
af níðingsverkum unnið — á sjáifri Sturlungaöld. Ovil-
hallara sögurit en Sturlungasaga hefir víst sjaldan eða
aldrei verið skrifað: »Hann vissum vér alvitrastan og
hófsamastan®, var sagt um Sturlu Þórðarson.
Þessi óvilhalla athygli á því sem frumlegt var í fari
hvers manns, hinn skarpi skilningur á manngildinu, er
eitt liið fegursta í fari forfeðra vorra. Eg hefi heyrt að
í Vesturheimi sé stundum sagt á enska tungu um
menn, að þeir séu svo og svo margra dollara virði, og þá
átt við, að þeir eigi svo og svo marga dollara. Forfeður
vorir mundu aldrei hafa látið sér slík orð um munn fara.
Þeir kunnu vel að greina milli þess hvað maðurinn v a r
og hvað hann átti. Þeir vissu »einn, er aldrei deyr —
dómur um dauðan hvern«. Þeirra metnaður var að láta
eftir sig orð og verlc sem ætíð yrðu í minnum höfð og
verða þannig sístarfandi afl í hfi kynslóðanna. Og þeir
vi8su vel, að uppspretta slikra orða og verka er dreng-
skapurinn. Sú hugsjón ætti um allar aldir að lifa með
þjóð vorri, hvar sem hún fer, og hún mun lifa þar meðan
andans lindir forfeðra vorra fá að streyma hreinar frá
einni kynslóð til annarar. Á engu er heiminum meiri
þörf en á drenglyndum sálum, mönnum sem þora að gera
það sem þeir sjálflr telja rétt og rísa gegn þvi sem þeir
sjáifir telja rangt. Og þörfin hefir aldrei verið meiri en
nú. Síðustu árin hafa fært mannkyninu bióðugar sannanir
íyrir því, hvað af því leiðir, þegar einstaklingarnir verða