Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 67
'Skirriir] Enn nm ættarnöfn á Ielandi. 289
•©f hann getur ekki látið það ganga að erfðum. Hvaða
■kenningarnafn eiga börn hans, Sigurður Pétursson og Elín
Pétursdóttir, sem eru fædd í Reykjavik, að taka upp?
Sigurður og Elín frá Laugavegi? Ætli fast
ættarnafn t. d. Steintún væri hér ekki miklu hentugra?
Og nú eru samgöngur miklu tíðari en áður. Lands-
naenn frá ýmsum sveitum kynnast nú miklu oftar, og
þannig mun glundroðinn vafalaust fara vaxandi og ekki
minkandi. Nokkurt tillit verður einnig að taka til sam-
bandsins við útlöndin, þó það sé alls ekki mikilvægasta
atriðið.
Loksins má gá að því, að ættarnöfnin eru þegar all-
mörg á íslandi. Ætli nú Blöndals-ættin, Briems-ættin,
•Claessens-ættin, Hafsteins-ættin, Laxdals-ættin, Melsteðs-
settin, Thorarensens-ættin, Tuliníusar-ættin, Zimsens-ættin,
Zoega-ættin og fleiri muni vilja leggja niður ættarnöfn
sín? Og munu ekki alt af koma útlendingar hingað og
ílendast hór? Á að lögbjóða þeim öllum að leggja niður
settarnöfn sín, er þeir virða ekki minna en föðurnafna-
vinir föðumöfn sín? Spyr sá, sem ekki veit.
Þannig er þá ástandið. Omögulegt er að komast hjá
ættarnöfnunum alveg, heldur myndu þau fara nokkuð í
vöxt, jafnvel þó »ættarnafna-faraldurinn« svo nefndi hyrfi
með öllu, sem er þó ósennilegt. Þegar svona stendur á,
er Það ekki nema skynsamt, meira að segja óhjákvæmi-
^egt, að gefa út lög, sem »koma í veg fyrir glundroða og
réttarmissi, er óreglulegar nafnabreytingar geta valdið«.
Nafnalogin hafa hvorki bannað föðurnöfnin né s k i p a ð
mönnum að taka upp ættarnöfn, heldur hafa þau leitast
við að koma betra skipulagi á nefningar og nafnaskiftingu.
En því hafa lögin ekki tekið upp rússneska siðinn:
ÞEggja-nafna-siðinn og grætt tvent í senn?
Það er orðið algengt í útlöndum að gefa börnum
fleiri en eitt skírnarheiti. Þessi siður hefir við nokkur
lök að styðjast. Það er gamall siður að láta börnin heita
öfuðið á einhverjum frændmanni, og þá getur það komið
yrir> tveir eða fleiri heiti sama nafninu — þrátt fyrir
19