Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 146
Askorun.
Stjórn Bókmentafélagsins heflr ákveðið að gefa út
helztu rit Jónasar skálds Hallgrimssonar í bundnu og
óbundnu máli og kosið til að sjá um útgáfuna, í samráði
við forseta félagsins, þá Helga Jónsson, dr. phil. í Reykja-
vík, Matthías Þórðarson, fornmenjavörð í Reykjavík og
Jón Sigurðsson í Kaldaðarnesi.
Til þess að rit þetta geti orðið sem fullkomnast eru það
tilmæli útgáfunefndarinnar til allra þeirra, er hafa í hönd-
um eða vita um handrit frá Jónasi Hallgrímssyni, kvæði,
sendibréf eða annað, og sömuleiðis bréf til Jónasar, að Ijá
eða útvega nefndinni alt slíkt til afnota, helzt í frumriti,
■en ella í stafréttu eftirriti, og enn fremur önnur gögn, er
lúta að æfi Jónasar, svo sem frásagnir eða ummæli um
hann í bréfum samtíðarmanna. Nefndin beiðist þess og,
að henni séu látnar i té sagnir eða munnmæli, er menn
:
kynnu að hafa heyrt um Jónas, t. d. um tildrög sumra
kvæða hans o. fl., alt að tilgreindum heimildum.
Allir þeir, sem kynnu að geta rétt nefndinni hjálpar-
hönd í þessu efni, eru beðnir að senda gögn sín einhverj-
um nefndarmanna sem allra fyrst.
Reykjavík, 13. júlí 1916.
Helgi Jónsson. Matthías Þórðarson.
Jón Sigurðsson.