Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 82
[Skirnir
304 Gaömnndnr Magnússon sagnaskáld.
er þar spunnið í lengstu söguna, »önnu frá Stóruborg«,
;sem fyllir fyrra bindið. I öllum þessum sögum eru konur
af heldri ættum og stéttum fyrri alda höfuðpersónurnar.
.Anna frá Stóruborg er i uppreisn gegn rikjandi skoðunum
og aldarhættí sinna tíma, hafnar þeim æfikjörum, sem
hún er fædd og uppalin til að njóta, en vill lifa eftir
eigin geðþótta, þótt í trássi sé við ættmenn sína, lög lands-
ins og yfirvöld, og sigrar að lokum eftir langt og erfitt
stríð. Grundar-Helga, aðalpersóna annarar lengstu sög-
unnar, grípur á alvarlegum tíma inn í stjórnmálasögu
landsins og lætur drepa þann mann, sem þá fer með
æðsta valdið innan lands, til þess að hefta yfirgang er-
lends valds. Fyrri sagan er heil æfisaga, en hin síðari
lýsir að eins einum viðburði. Þriðja sagan, »Hækkandi
stjarna«, lýsir lífi og heimilishögum eins af ríkustu höfð-
íngjum landsins á fyrri tíð, Bjarnar Jórsalafara, og verður
Kristín dóttir hans þar söguhetjan. Lýsingin á veikindum
hennar í uppvextinum dregur að sér mesta athygli í sög-
unni. Fjórða sagan lýsir vel sáttum dætra tveggja höfð-
ingja, frá fyrri tímum, sem ázt hafa ilt við, Jóns Sig-
mundssonar lögmanns og Gottskálks Hólabiskups. En hve
réttar og nákvæmar þær lýsingar höf. séu á framkomu
höfðingja fyrri aldra, lífi þeirra, veizluhöldum o. s. frv.,
sem frá er sagt i þessum sögum — um það verða sagn-
fræðingarnir að dæma. En mörgum mönnum, konum og
körlum, er þannig lýst í sögum þessum, að það fólk fest-
ist í minni. I »Veizlunni á Grund« er mjög falleg lýsing
á eyfirzkri sumarnótt, þar sem sagt er frá viðbúnaðinum
til aðfararinnar að þeim Smiði hirðstjóra og mönnum hans.
Síðasta bókin er »Tvær gamlar sögur«, sem út komu
síða3tliðið ár. Fyrri sagan, »Sýður á keipum«, er mjög
vel sögð, stuttorð og gagnorð, með kraftmiklum mannlýs-
ingum. Það er lýsiogin á vermannalífi undir Jökli fyr á
tímum. Eitt af yngri skáldum okkar hefir sagt í ritdómi
um þá sögu, að hann teldi hana »tvímælalaust beztu sögu
höfundarins*. I síðari sögunni eru einnig veigamiklar
lýsingar á mönnum, staðháttum og viðburðum frá merki-