Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 14
236 Um drengskap. [Skirnir
sjá, hversu mikit vandkvæði er at bindast við mál þetta,.
at sá veðsetr sik ok fé sitt. Nú legg ek þat til ráðs, at
vér gefim á konungs dóm; en ef þess skal engi kostr, at
maðrinn liafi líf, þá sém vér allir drepnir eðr hafim várt
mál ella; viljum vér þeim at fylgja, er formaðr gerist«.
Þeir kváðust allir hann vilja fyrir sér hafa, ok hans ráð-
um at fyigja. Hann segir: »Svá megu þér ætla, at allir
skulu þér mér eiða sverja, at hvárki sparit þér yðr né
fé yðart, til þess er ek vil fram fara um þetta mál«.
Þetta gerðu þeir. Þeir fara nú til stofunnar þar sem Gísl
var geymdur, leysa hann úr fjötrum og hafa hann með
sér á þingið, þar sem konungur ætlar að dæma um málið.
Þar fær loks Jón Ogmundsson leyfi konungs til að tala.
Hann lieldur þrumandi ræðu, sem er jafn fyndin og hún
er einarðleg, og skorar á konung að sýna miskunn og
réttlæti. Málið endar þannig, að konungur gefur Gísl lífr
tekur við bótum fyrir vígið og gerir hann hirðmann sinn
í stað Gjafvalds. Þá mælti konungur til Jónsprests: »Vel
virðist mér þitt formæli; hefir þú af Guðs liálfu talat;
vilda ek gjarna vera undir þinum bænum, því at þær
munu mikit mega við Guð, því at ek trúi at saman fari
Guðs vili ok þinn«. Þátturinn endar á þessum orðumr
»Gerðist Teitr ágætr maðr, ok varð skammærr. Enn Jón
prestr varð biskup at Hólum, ok er nú sannheilagr«.
I þessum þætti rennur saman kvöldroði heiðins og
morgunroði kristins drengskapar. Þetta var árið 1096 eða
1097. Þá er nálega öld liðin frá því að kristnin er lög-
tekin á Islandi. Gísl fylgir hinni heiðnu drengskaparhug-
sjón, er hann hefnir föður síns. Biskupssonurinn gengst
fyrir þvi, að allir Islendingar sem þarna eru staddir
leggi lif sitt í sölurnar fyrir hann. Og svo kemur prest-
urinn og flytur erindi kristindómsins urn miskunn og rétt-
læti í stað hefnda. Einurðin í ræðu hans er liin sama og
sú, er kom fram i tiltektum landa hans, sem bjóða kon-
unginum birginn með vopnum. Allar raddir drengskap-
arins verða þarna samróma, beygja vilja eins hins harð-
vítugasta konungs og skapa frið og sátt.