Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 46
268 Páll postuíi óg'sb'ftiúðuVinn i KoTÍntubbrg. [Skirnir
hve álgjörlega hann hefir íarið eítir þessari fyrirætlun.
Á móti hverju sem hann berst, þá getur hann komið því
undir þetta sama. Hvort sem hann berst á móti skurð-
goðadýrkun, ósiðsemi, bindindisleysi eða vanbrúkun kær-
leiksmáltíðanna, þá ber haun fyrir sig þetta sama: Það
gerir hið andlega samband við Krist ómögulegt eða spillir
því. Og þáð er stórkostlegt að sjá hvernig þetta vopn
verður að tvíeggjuðu sverði í höndum hans, svo að hann
getur með því höggvið í sama höggi á báðar hliðar og
beitt því jafnt gegn lögmálsmönnunum og lögmálsleysingj-
unum. En einmitt þetta sýnir hve algjörlega hánn hefir
verið gagntekinn af þessari hugsun.
Það er auðséð á mörgum stöðum í Korintubréfunum,
að Páll hefir verið sá fyrsti, sem boðaði þar kristna trú.
Hann segist hafa plantað1), lagt grundvöll2), hann hafi
ekki gengið inn í verk annarra og stært sig af því3);
hann segist vera sá. sem hafi fastnað þá Kristi4); hann
kallar þá börn sín5); þeir eru hans verk í Drotni, og
hrósunarefni8); þeir eru bréf hans, þekt og lesið af öll-
um7), og margt fleira mætti tína til sem sýnir það, ef
þörf gerðist.
Iiöfundur Postulasögunnar skýrir oss frá því, að Páll
hafi eftir venju sinni fyrst prédikað í samkunduhúsi Gyð-
inga í borginni. Fyrst er Gyðingarnir mótmæltu honum
yfirgaf hann samkunduna8). 0g það er svo að sjá setn
hann hafi sannfært marga Gyðinga. Það er nú vafalaust
engin ástæða til að ætla, að Páll hafi breytt. út af venju
sinni í þessu efni í Korintu fremur en annarstaðar. En
þó er það athugavert, að vér sjáum hvergi í bréfum hans
neinn vott þessarar starfsemi hans meðal Gyðinga. Alt
sýnist þar benda í þá átt, að Gyðingar í Korintu bafi
mjög fáir snúist til kristni, og að jafnvel flestir safnaðar-
limirnir hafi snúist til kristni án þess að hafa áður verið
*) 1 Kor. 3,6. 2) 1 Kor. 3, 10. 3) 2 Kor. 10, 15. *) 2 Kor. 11, 2.
s) 1 Kor. 4, 14. °) 1 Kor. 9, 2. 2 Kor. 1, 14. ’) 2 Kor. 3, 2. 8) Post.
18, 4 n. n.