Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 49
Skirnir] Páll postuli og söfnuðurinn i Korintuborg. 2715
Fjölda raargt mætti fleira segja um Korintusöfnuðinn'
eftir þessa fyrstu dvöl postulans. En það skal eitt nefntr
að hann mun hafa verið einhver blómlegasti og álitleg-
asti söfnuður Páls. Enda hafði hann starfað þar í hálft
annað árl). Það er því naumast rétt, þó að venjulega sé'
það gert, að kalla þetta »ferð«. Sama er að segja um
dvöl Páls í Efesus á þriðju kristniboðsferðinni, sem stóð*
yfir á þriðja ár. Postulinn settist algerlega að í þessum
stöðum og átti þar heima alveg eins mikið og í Anti--
okkíu. Og liklegt er að hann hafl t. d. frá Korintu farið
smáferðir um landið, þó að ekki sé þess getið beinlínis.
En kristnir söfnuðir voru þó víðar á Grikklandi en í
Korintu, eins og sjá má af því, að hann stílar annað Kor-
intubréf ekki að eins til Korintumanna, heldur einnig til
»allra hinna heilögu, sem eru í gjörvallri Akkeu«2). Hann
kallar einnig Stefanas ekki frumgróða borgarinnar einnarr
heldur allrar Akkeu8). Hvort Páll hefir sjálfur stofnað
þá söfnuði vitum vér þó auðvitað ekki með neinni vissu.
Um vorið (49 eða 54) hélt postulinn svo af stað aust--
ur á bóginn. Hann fór fyrst til hafnarbæjarins Kenkreu
°S sigldi svo þaðan austur til Litlu-Asíu. Ekkert er, sem’
bendir á það, að hann hafl flúið fyrir neinni ofsókn.-
Hann hefir vafalaust fundið að meiri þörf væri á því að’
hann starfaði annarstaðar. Korintusöfnuðurinn var orðinn-
blómlegur, og vafalaust hefir Pál ekki órað fyrir því þá,
hvílika mæðu og áhyggju þessi söfnuður mundi baka
honum.
III.
Iskyggilegar fréttir — FloTckadrœttir — Apollós — Tímóteus'
sendur —. Bréf frá Korintusöfnuðinum — Fyrsta Korintubréf,
Vér hlaupum nú yfir söguna þar til vér hittum Pál
staddan í Efesus í Litlu-Asíu á þriðju kristniboðsferðinni.
‘) Post. 18, 11. 2) 2 Kor. 1, 1. s) 1 Kor. 16, 15; sbr. einnig 2-’
kor. H, io.