Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 77
Sklrnir]
Gnðmundur Magnússon sagnsíkáld.
299
manneskjum: ungum presti, og vinnukonu og vinnumanni
á prestsetri á útkjálka landsins, Höllu og Olafi — öllum
listavel. »Heiðarbýlið« lýsir svo í fjórum söguþáttum lífi
þeirra Höllu og Ólafs uppi í afskektu heiðarkoti. Mjög
.átakanlegar eru t. d. lýsingarnar á dauða barnsins í 1.
þættinum, og svo þorradægrahörmungunum í síðasta þætt-
inum. Það eru lýsingar úr basllífi fátækustu fátæklinga
landsins. Með óteljandi smáatriðum, sem höf. hefir svo
næmt auga fyrir, er lifinu lýst þarna uppi í heiðarkotinu,
hvað þar huggar og hvað grætir, skuggunum og sólskins-
’blettunum i þessu fátæklega lífi. Byssuskotið, sem fellir
kúna i hlaðvarpanum og sagt er frá í byrjun »Þorra-
dægranna«, er þar stórviðburður, sem höf. lýsir út i yztu
æsar. 0g mjög vel lýsir hann börnunum í heiðarkotinu,
leikjum þeirra og samtölum. Þær lýsingar festast í
minni, og eru lika athugunar verðar. — Hreppstjóraheim-
ilið i Hvammi er næsta heimilið, sem lýst er. Agli hrepp-
'fltjóra kynnast menn í öllum »Heiðarbýlifl«-sögunum, altaf
betur og betur. Honum er vel lýst, og hann vex altaf í
-áliti lesandans við kynninguna. Hreppstjórakonan er líka
manneskja, sem vert er að kynnast. Ef til vill hafa höf.
óvíða tekist betur lýsingar en á henni í »Fylgsni«, því
þar er hún ein af helztu söguhetjunum. Ferð hennar inn
að Kroppi, og lýsingin á hugarástandi hennar þá, er meist-
araleg lýsing. Sömuleiðis sætt hennar við Höllu. Bæði
Jón Thoroddsen og Gestur Pálsson hafa áður lýst skap-
miklum og ráðríkum húsfreyjum í sveit. En »húsfreyjan
mikla* í Hvammi, sem Jón Trausti hefir þarna leitt fram
á sjónarsviðið, mun verða minnistæðust. Benda má líka
á eitt, sem skilur í milli hjá honum og þeim. Þeir hafa
gert þá, sem þessar konur áttu í höggi við heima fyrir,
að vesalmennum og meinleysingjum. í sambandi við það
kemur fram hjá þeim skörungsskapur húsfreyjanna og
mikillæti. En hjá Jóni Trausta á »húsfreyjan mikla*
mann eins og Egil í Hvammi og son, sem ekkert lætur
undan síga fyrir henni. Það er hún, sem verður, þrátt
íyrir alt, að lúta i lægra haldi. Þorsteinn sonur þeirra