Skírnir - 01.01.1919, Side 8
f
Björn M. Olsen
14. júlí 1850. — 16. janúar 1919.
Það þótti ekki eæma, að fyrsta hefti Skírnis, sem út
tkemur eftir lát prófessors Björns M. Ólsens, mintist hans
-ekki á einhvern. hátt. Hann var um iangt skeið forseti
Hins islenzka Bókmentafélags (1894—1900 og 1909—1918),
og það mun ekki ofmælt, að síðan Jón Sigurðsson leið
hafi enginn forseti markað stærra. spor í sögu þess. Og
hann var alla tíð einn af helztu stuðningsmönnum þessa
timarits, bæði fyrir og eftir þá breytingu, sem á þvi var
gerð 1905. Þegar ritstjóri Skírnis bað mig um að skrifa
stutta minningargrein, datt mér ekki i hug að skorast
undan því. Mér var fyrir ýmissa hluta sakir manna
ekyldast að gera það. En ég fann, að það var furðu
vandasamt. Hér var ekki rúm fyrir öllu nákvæmari æfi-
sögu en blöðin höfðu þegar fiutt, og þvi síður kostur á að
gera sæmilega nákvæma grein fyrir vísindastarfsemi Björns
M. Ólsens, svo merkileg sem hún er og margháttuð. Og
persónuleg kynni mín af honurn voru of lítil til þess að
ég gæti bygt greinilega mannlýsingu á þeim. En ég þótt-
ist skilja drotnandi einkennin í skapferli hans, og þau
vildi ég benda sem skýrast á. Þá sem þektu hann betur,
bið ég velvirðingar á þvi, sem er misskilið í þessum frum-
dráttum. Þeir eru þó að minsta kosti hóti betri en lítt
hugsað lof, sem þurkar út allan svip og einkenni persón-
unnar, eða ótímabærir og órökstuddir dómar, af hverju
tæi sem eru. Þeim sem eftir afburðamennina lifa,
i