Skírnir - 01.01.1919, Side 38
Skírnir] Veðurfræðistiið á íslandi. 31'
Frá aldaöðli hafa raenn leitast við að skygnast
p ‘ inn í huliðsráð »forsjónarinnar«, til að fá vitn-
eskju um veðrið á ókomnura tíma og finna orsakir veðra-
brigða. I öllum löndum lifir fjöldi af gömlum veðurspám
eða spá-reglum á vörum þjóðanna. Hafa þær allmjög
.týnt tölu á síðari árum, en finnast víða geymdar i göml-
um söfnura og samtíningum. Það sést við samanburð, að
þessar veðurspár eru mjög samhljóða í flestum löndum.
A 16. öld og síðar voru viða gefin úr söfn af þessu tæi
sem handbækur, einkum ærlaðar bændum (Bauernpraktik).
Eru þær bygðar á ritum og vísdómi stjörnuspekinga mið-
aldanna, en þeir hugðust jafn vel geta lesið forlög manna af
stjörnumerkjum. í elztu fornritum finnast einnig margar
veðurspár og sumar viturlegar. A dögum biblíunnar hafa
menn t. d. þekt regluna: Kvöldroðinn bætir — morgun-
roðinn vætir (sbr. Matt. 16. kap. 2.-3.). Áður er þess-
getið að Aristoteles gríski ritaði allýtarlega bók um veður-
fræði (»ta meteora« = það, sem er yfir jörðunni) og skáld-
ið Aratos frá Soloi (270 f. Kr.) hefir sett á vers 400 sam-
anburði á veðurmerkjum’), sem finnast i ritum eldri höf-
unda. Frá Grikklandi barst þessi speki til Araba og það-
an til stjörnuvitringa liér í álfu á miðöldunum. En Grikk-
ir höfðu áður numið af spekingum Babyloníu- og Assýríu-
manna. Hafa mörg veðurtákn fundist rist á alabastliellur
i rústum borga þessara, en síðan verið lesið úr þeim í
Englandi eða Þýzkalandi. Er þetta næg sönnun þess, hve
æfagömul fræði þessi eru.
Menn hafa bygt veðurspár sínar og hugmyndir um
veðrabrigði á ýmsum rökum. Sfætti skifta þeim í tvo aðal-
flokka eftir rótum, sem að þeim liggja. í fyrra flokki
má tefja þær, sem elztar eru og byggjast á lauslegri
írnyndun manna eða ágizkun og trú á yfirnáttúrleg.
öfl. Fáeinar eru bygðar á reynslu og eftirtekt og meira
eða minna réttmætar. í annan flokk má skipa þeim, sem
rekja rót sína til eðlisfræðilegra sannreynda eða unnai”
') Plienoinena et diosemiae: Teikn á iiimni og meiki veðurbrigöa.-