Skírnir - 01.01.1919, Side 42
Skirnir]
Veðurfræöistöð á íslandi.
•35
að eigi féllu kulda- eða góðæristímabil Briickners samau
við ísleuzkt árferði að svo miklu leyti sem bygt
yrði á heimildum vorum um þau efni. Enn fremur er
þess að gæta, að þótt 35 ára sveiflubreytinga verði vart
á tveimur stöðum, sem langt er á railli, er eigi víst að
þær víki samtímis í sömu átt frá meginveðráttu staðanna.
öetur t. d. á öðrum staðnum verið venju fremur kalt og
þurviðrasamt, en á hinurn óvenju hlýtt og votviðrasamt.
Briickner telur þessara sveiflna einkum gæta mikið í Rúss-
landi og Síberíu og norðurhluta Atlanzhafsins, en með
gagnstæðu móti. í Norðvestur-Evrópu verður þeirra því
eigi mikið vart. —
b) Sumstaðar hefir það þótt koma i ljós við rann-
sóknir, að vist veðurlag á einum stað sé sem undanfari
eða fyrirboði sérstakrar veðráttu annarstaðar. Sé t. d.
lítil úrkoma í Vestur-Síberíu að vorinu, verður liún mikil
á Indlandi samsumars og gagnstætt. Að visu er þetta
ekki óyggjandi og bregst ár og ár í bili, en því nær
óskeikult má gera ráð fyrir hinu. Er þetta mjög þýð-
ingarmikið, því að næg úrkoma á Indlandi gefur jafnan
góða hveitiuppskeru, en þur kur veldur þar hallæri.
Enn ljósara verður þetta af dæmi, sem tekið er frá
Sviþjóð. Sýnir það, hverja þýðingu hitabreytingar Golf-
straumsins úti í Atlanzhafinu hafa á veðráttu þar í landi.
Vatnshitinn er þó næsta lítið breytilegur, sjaldan meira
en 2 stig yfir eða undir meðalhita. Getur því eigi verið
að ræða um beinlínis hitaáhrif frá vatninu, heldur má
skýra þetta þannig: þegar straumurinn er í heitara lagi
minkar loftþrýstingin á lágþrýstisvæði því, sem vant er
að sveima um hafið milli og Noregs Islands og færist jafn
framt lengra norður á bóginn, alla leið norður fyrir Noreg.
Af þvi koma suðlægir og suðvestlægir vindar yfir Skand-
inavíu og mildur vetur. Sé hins vegar straumurinn venju
fremurkaldur, nálgast lágþrýsisvæðið meira suðausturströnd
Islands. Dregur það þá austlæga og norðaustlæga vinda yfir
Norðurlönd og um leið kaldari vetur. Ef að líkum lætur
ætti þetta að hafa öfug áhrif á veðurfarið á íslaudi.
3*